Skírnir - 01.12.1912, Qupperneq 2
290
Skáldspekingnrinn Jean-Marie Gujau.
uppeldið ráði miklu meiru um það en upplagið, hvort
menn verði að góðum eða vondum mönnum. Raunar
er upplagið æði misjafnt og getur brugðið til beggja skauta,.
fái það að ráða. En mest er þó undir uppeldinu komið,
því að það er sá hinn mikli kraftur, er snýr mönnum
annaðhvort til siðvendni eða ósiðvendni. En það er list
að ala vel upp börn sín. Með lagni og lempni verður að
laða börnin til hins góða, svo að þau geri það af einlæg-
um og fúsum vilja, en ekki af ótta og hræsni eða af eig-
ingirni.
En hvert er þá takmarkið með uppeldinu? Þar kveð-
ur við sama tón og áður: Það er lífið og fylling þess!
Það á að gjöra unglinginn að svo þrekmiklum, en þó víð-
feðmnum og göfugum einstaklingi eins og frekast er unt.
Það á að kappkosta að efla alla þá hæfileika, er koma hon-
um og mannfólaginu að sem mestum notum; það á að koma
sem beztu samræmi á í sálu hans og á sambúð hans við
aðra. En til þessa þarf að efla samúð hans og félagslyndi
og draga heldur úr öllum einrænum og sérdrægum til-
finningum hans og tilhneigingum. Þó má ekki um of
hnekkja sérkennum hans og sérgáfum, því að þær eru
fjöregg tilbreytninnar og framfaranna.
Þá er að spyrja um það, hver uppeldisaðferð muni
vera heillavænlegust. Hefir þegar verið drepið á það,
en þó má fara um það nokkrum frekari orðum til þess
að sýna, hversu skoðun Guyau’s á uppeldinu var sérkenni-
leg. Um það bil sem Guyau var að rita um uppeldið,
voru menn önnum kafnir í því á Frakklandi eins og víðar
að rannsaka öll fyrirbrigði dáleiðslunnar (hypnose). Þá
kom Guyau til hugar, og reit hann fyrstur um það á
Frakklandi, hvort ekki mætti nota dáleiðsluna til þess að
uppræta ýmiskonar óknytti og illar venjur, en innræta
mönnum betri siði í þess stað. Nú er það vitanlegt, að
menn eru mjög næmir fyrir utan að komandi áhrifum í
öllu leiðsluástandi og einkum í dáleiðslunni af hálfu dá-
valdsins, og því fóru læknarnir nú að gera tilraunir með
þetta. Einkum voru þær gerðar á móðursjúku og hálf-