Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 5

Skírnir - 01.12.1912, Page 5
SkáldspekÍDgurinn Jean-Marie Guyau. 293 point de vue sociologique), sem stjúpfaðir hans gaf út að honum látnum; skal því lýst hér að nokkru. Fyrir svo sem mannsaldii var sú skoðun mjög al- menn, að listin ætti að vera sjálfri sér nóg, hafa tilgang sinn í sjálfri sér (l’art pour l’art). En svo fór að bóla á hinni skoðuninni, fyrst hjá Ruskin, Morris o. fl. á Englandi og síðan hjá Guyau og öðrum, að listin ætti að styðja að vexti og viðgangi lifsins, fegra það og bæta. Eins og menn með uppeldinu reyna að hafa bein áhrif á börn og unglinga, eins hyggur Guyau að hafa megi með myndum þeim og lýsingum, er listin (lregur upp fyrir mönnum, óbein áhrif á alla þá, sem komnir eru til vits og ára. Það er því sannfæring hans og siðferðiskrafa, að iistin eigi að þjóna lifinu, styðja að heilbrigði þess, íegrun og fullkomnun með því að sýna, hvernig því verði lifað á sem þróttmestan, göfugastan og unaðslegastan hátt. Vill hann, að listin bregði svo fögrum og aðlaðandi myndum upp fyrir sjónir manna, að það laði þá til eftirbreytni. Þá verði listin að því, sem hún eigi að vera, ein af lyfti- stöngum lifsins og menningarinnar. Máli sínu til stuðnings reynir Guyau að sýna fram á það, að listin sé í fyrstu beinlínis sprottin af lífsþörfum manna, t. d. ástarþörfinni; að hún myndi enn þann dag í dag nokkurs konar mótvægi móti einhliða störfum lífs- ins, og að menn í henni reyni að búa sér til fegri og full- komnari heima. Að því leyti finnur hann töluverðan skyldleika með list og trú, og kemur það honum einmitt til að halda því fram siðar, að listin geti að nokkru leyti komið i stað tráarbragðanna. Eins og menn í trúnni hugsa sér, að til séu æðri heimar, þar sem þeir geti lifað fegurra og fullkomnara lífi en í heimi veruleikans, eins reyna menn oft í listinni að búa sér til fegri og unaðslegri heima. Og líkt og trúin blæs listin lífi og sál i alt, sem hún á við, náttúruna, mannlífið og alt ánnað, um leið og hún bregður yfir það blæju til- finnninga vorra og tilhneiginga. Það er eins og listin sé að reyna að vekja alt til lífs og meðvitundar, reyna

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.