Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 7

Skírnir - 01.12.1912, Page 7
Skáldspekingurinn Jean-Marie Guyau. 295 'veldlega af svip og yfirbragði. En þessi samúðar-skilu- ingur og þessar eftirhermur ná miklu lengra en margur hyggur og jafnvel doktorana dreymir um. Það sýndu t. d. tilraunir Pierre Janet’s á einum sjúklingi hans, frú B. Hann gat dáleitt hana í fjarska og komið fram á henni ýmsum líkamlegum fyrirbrigðum með því að gera þau á sjálfum sér. Þannig brendi hann sig t. d. einu sinni á úlnliðnum, og konan, sem þá var í 300 stikna fjarlægð, fór þegar að kvarta um, að hún hefði brent sig nákvæm- lega á sama staðnum. Þetta er það, sem nefnd eru f j a r- h r i f (telepathia) og mætti nefna mörg fleiri dæmi þeirra, sem eru vísindalega sönnuð af frægum, samvizkusömum vísindamönnum. En ekki skal þó farið lengra út í þá sálma hér. Af þessum ósjálfráðu eftirlíkingum og samúðar-skiln- ingnum, sem af þeim leiðir, sprettur nú það, að við getum fundið til með öllu því, sem listamaðurinn lýsir. Hann er búinn að setja geðblæ sinn á hluti þá, sem hann er að lýsa, búinn svo að segja að blása í þá lífi og sál, og svo finnum við alveg ósjálfrátt til með þeim, leggjum okkur eins og inn í hlutina. En með þessu má fá okkur til þess að finna til með öllum sköpuðum hlutum, líkja eftir þeim og verða þeim að meiru eða minna leyti sam- geðja. En nú á listin, að hyggju Guyau’s, ekki að vera tóm eftirlíking á veruleikanum, og sízt á hún, eins og oft átti sér stað í veruleikastefnunni frönsku, hjá Zola o. fl., að gera sér far um að lýsa því, sem er sjúkt og veilt eða spilt og æðisgengið. Því að lýsingin á ljótum og spill- andi ástríðum er sóttnæm og ginnandi og eykur spilling- una, og það ætti þó sízt að vera takmark listarinnar. Hún ætti fremur að styðja að heilbrigði lífsins, þróun þess og fullkomnun og lýsa því, sem orðið gæti upphvatning til umbóta eða aukinnar lífshreysti. Þó tekur Guyau það beint fram, að listamaðurinn megi ekki vera með neitt fræðihjal eða umvöndunarraus. Myndir listaverksins sjálfs verða að vera svo sannar og svo hrífandi, að þær hrífi

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.