Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 14

Skírnir - 01.12.1912, Page 14
302 Skáldspekingurinn Jean-Marie Guyau. siðgæðið, en ekki trúin, sem alt er undir komið. Og nú er einmitt trúin hjá hinum göfugustu trúræknismönnum orðin að mannást, meðaumkun og ósérplægnu starfi i þarfir annara. En slík viðleitni getur auðvitað þróast og jafn- vel magnast, þótt kreddutrúin hverfi. Því að ekki ættum vér síður að vilja hjálpa öðrum, ef óvíst er, að þeir eigi nokkuirar annarar hjálpar að vænta; og sé ekkert himna- ríki til, verðum vér sjálfir að skapa það. En til þess þurfum vér fremur siðgæði en trú; enda á sá, sem getur ekki komist við af neyðarkjörum annara og hjálpað þeim án þess að trúin teymi hann til þess, enga sáluhjálp skilið. Þá er listin. Listin hefir, eins og menn vita, löng- um stutt að því að fegra og frjóvga trúna. En ekki er hætt við að listin hverfi, þótt kreddutrúin hverfi úr sög- unni. Eru t. d. ekki sumar af tónsmíðum Bach’s fegri og háleitari en nokkur guðsþjónustugjörð ? Og skyldi ekki myndalistin, þótt hún hætti að búa til dýrlingamyndir, halda áfram að búa til ímyndir alls þess, sem háleitt er og fagurt? Eða mundi skáldskapurinn ekki jafnan reyna að búa sér til einhverjar þær hugmyndir um heimsgátuna, er komið geti í stað trúarbókstafsins ? Vissulega. Og þetta er nú eins og við höfum séð aðalvon Guyau’s, að einmitt skáldskapurinn láti frjóvgast svo af heimspeki og vísindum, að hann geti gefið oss haldgóða, ókreddu- kenda trú. En hvað er það þá helzt í heimspeki og vísindum, er komið getur í stað trúarlærdómanna, og hvernig verður því að vera varið? Það verður á annan bóginn að geta fullnægt trúarþörf manna að meira eða minna leyti; en á hinn bóginn má það ekki koma í bága við neitt það, er vísindin hafa þegar leitt í ljós og þykir fullsannað. Hér verður nú ekki greint frá nema nokkrum af þeim hugsanamöguleikum, sem Guyau rekur í þessu riti sínu, og þá auðvitað helzt þeim, sem hann virðist sjálfur hafa hallast að. Þegar við lítum á heiminn, þá sjáum við, að mikil

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.