Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 25

Skírnir - 01.12.1912, Page 25
Veiðiför. 31» um. »Já«, svaraði hann og togaði upp uni sig annan utanhafnarsokkinn; »mig langar til að skreppa hérna eitt- hvað út á ísinn«. »Heldurðu það, — ætli það sé til nokkurs að reyna það núna?« sagði hún með hægð. »Er nokkurntima selur á ísnum, þegar hann liggur landfastur eins og nú?« »Nei, auðvitað ekki þegar hafþök eru og hvergi gat í sjó. En núna er ísinn bara landfastur hérna við tang- ann; þegar kemur inn fyrir Instuvík er auður sjór alveg inn í fjarðarbotn. Hellan liggur svona úti fyrir fjarða- kjöftunum og upp að yztu nesjum, og eg er illa svikinn, ef ekki er kvikt á brúninni í svona veðri«. »Ertu þá að hugsa um að ganga — kannske langt vest- ur á flóa?« spurði hún. »En ef ísinn skyldi nú eitthvað, til dæmis —«. Hún hætti við setninguna í miðju kafi. »Ef hann skyldi hvað?« spurði Finnur og horfði á hana nokkuð hvössum augum. »Já, ef ísinn skyldi alt í einu leysast frá landi, hvernig ætlarðu, — hvernig væri maður þá staddur úti á honum?« Finnur hafði lokið við að plagga sig og stóð nú á fætur hálf-óþolinmóðlega. »Það er ekki svo hætt við því; maður reynir að hafa gát á ísnum, og ekki svo fljótt að koma rek í hann, þegar svona fult er af honum«. »En ætlarðu að fara svona, maður?« sagði Helga, þegar Finnur þreif húfu sína og vetlinga. »Þú verður þó að fá einhverja næringu áður«. Finnur lagði aftur frá sér húl'una og vetlingana og settist á rúmið. »Já, það er liklega réttast, — ef nokkuð væri þá til«, bætti hann við eins og við sjálfan sig. Helga fór fram. Finnur horfði þegjandi á yngri börnin sin tvö í rúmfletinu út við þilið hinum megin í baðstofunni. Þau lágu upp í loft og voru steinsofandi. Osköp voru þau föl í andliti og mögur. Það fór líka að verða smátt um föngin í Vík, þegar út á leið, og nú upp á síðkastið dropinn orðinn svo lítill i kúnni, að hann var varla til skiftanna lengur. Finnur andvarpaði í liljóði. »Guð gæfi, að eg fengi

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.