Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 26

Skírnir - 01.12.1912, Page 26
Yeiðiför. 314 nú eitthvað í dag«, sagði hann við sjálfan sig; »þá þurfa þau ekki að vera svöng, aumingjarnir litlu,-------og svo ef tíðin færi eitthvað að skána*. I sama bili heyrði hann mannamál frammi í göngun- um. Það var einhver að spyrja eftir honum. Svo kom Helga inn með vætuspón í skál og bita á diski; það var hálfur þorskhaus harður, væn sneið af há- karli og ofurlítil slátursneið. »Þarna kemur maturinn þinn, Finnur. — En hann Jóhann í Yztuvík er kominn og var að spyrja eftir þér«. Um leið og hún slepti orðinu kom Jóhann inn úr bað- stofudyrunum. »Sæli nú, FinnurÞ sagði hann hátt og vígamannlega; »nú, svo þú ert þá ekki kominn lengra en þetta!« »Lengra en þetta?« át Finnur upp eftir honum, »hvert átti eg svo sem að vera kotninn?« »En út á ísinn, maður!« sagði Jóhann, — »í selinn, í blessaðan selinn! Hún Helga sagði mér, að þú ætlaðir að fara, og nú er eg kominn í sömu erindagerðum. Það var annars fjandi heppilegt, að þú varst ekki farinn; við ættum að verða samferða og halda sem bezt hópinn. Því þeir ætla fleiri að fara en við, Finnur, — þeir eru fleiri en við, sem hugsa gott til glóðarinnar, það get eg sagt ykkur. Eg kom seinast í gærkvöldi framan úr Instuvík; þá var hann orðinn hægur og veðrið heldur meinleysis- legt. Þeir gerðu fastlega ráð fyrir að fara og þóttust hafa séð eitthvað af sel vestur, þegar hann fór að birta seinni partinn. Þeir sögðu líka í Instuvík, að piltar á Básum mundu fara, — hefir þú ekki fundið Geira? — Jæja, eg bað þá bara að bíða eftir okkur, — taldi víst, að þú kæm- ir, og eg held þeir bíði, — skil varla í öðru. En nú verð- urðu að flýta þér.< Finnur tönlaði þorskhausinn og hákarlinn í öðaönn, meðan Jóhann lét dæluna ganga. »Blessaðír haflð þið nú eitthvað í höndunum, — kann- ske þið hittið bjarndýr«, sagði Helga, »og þá er nú held eg ekki gott að vera einn á ferð«.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.