Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1912, Side 35

Skírnir - 01.12.1912, Side 35
Veiðiför. 325 »Það eru þeir«, tautaði hann, »eg held þeir komi þarna að vestan. * »í guðs bænum — hvað eigum við nú að gera?« — sagði Jón í Utgili; honum var ekki orðið um sel En nú hafði Sigurður áttað sig. »Við skulum*, sagði hann, »fara tafarlaust út að Básum og setja fram stóra bátinn hans Aðalgeirs; það er eina ráðið, og nú skulum við flýta okkur!« Að svo mæitu þaut hann á stað og hinir á eftir. Nú voru þeir lausir, og sóttist þeim þvi nokkuð, þó þungt væri fyrir fæti. En út að Básavík var talsvert langt, að minsta kosti hálfrar stundar gangur. Það var komið glaða sólskin, og birtan á mjallar- breiðunni skar i augun. Hríðarhaminn rak nú af loftinu óðfluga til hafs. Skamt fyrir utan Instuvík rak á þá snarpan byl, svo blautan snjóinn skóf hátt á loft og lamdi um höfuð þeim. Eftir það dúraði örlitla stund. En því næst náði hann sér í alvöru, og suðvestan bálviðri skall á. Þeir félagar náðu loks út í víkina. Þeir hófu stein- þegjandi bátinn upp úr snjónum, börðu af honum fönn- ina og hrundu honum svo fram af sullgarðinum ofan í flæðarmálið. Þar staðnæmdust þeir og lituðust um. ísinn var þegar kominn langt frá landi. Fáa faðma framundan skóf sjóinn rétt eins og lausamjöll. »Nei — lengra er ekki til neins að fara,« sagði Sig- urður og horfði þungbúinn á særokið; »það afber enginn bátur þetta veður.« Langa stund stóðu þeir þarna steinþegjandi og mændu á ófæruna og opinn dauðann.. Hættan — feigðardómur félaga þeirra — dró að sér hugi þeirra svo sem í leiðslu. Og þeir rámkuðu ekki við sé fyr en þeir heyrðu kjökrið í drengjunum. »Við höfum ekkert að gera hér lengur,* sagði Sig- urður í hálfum hljóðum og bjó sig til að setja; »svona — upp nú með bátinn!« Þeim gekk illa að setja bátinn. Loks komu þeir hon-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.