Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Síða 37

Skírnir - 01.12.1912, Síða 37
Veiðiför. 325 enn þá, mestallur. Nú var talað um það fram og aftur, hvort rétt væri að hauga honum inn svona, ef þurviðri skyldi haldast. Menn urðu ekki sammála, eins og gengur; sumir vildu taka inn, aðrir láta alt kyrt, og eftir þessu urðu framkvæmdirnar. Á einum bænum í Flatey datt húsfreyjunni það snjall- ræði í hug, um það leyti sem menn fóru að hátta, að láta vaka yfir þvottinum eitthvað fram eftir nóttunni. Þær áttu að gera það, vinnukonan og dóttir hjónanna, stúlka á sextánda ári. Hitt fólkið háttaði og sofnaði. En stúlkurnar voru á faralds fæti; þær gengu við og við út á hlaðið og gættu hvað veðrinu liði. Stormurinn gekk á með dálitlum hviðum, en kyrði svo nálega alveg á milli. Himininn var kollheiður, en éljahringurinn umhverfis jafnaði sig meir og meir og færð- ist saman, þegar fram á nóttina leið. Yfir öllu hvíldi grátt og drungalegt næturhúmið og dró á útsýnið fölvan kulda- svip. Ekkert heyrðist nema stormþyturinn hryssingsleg- ur með köflum og fjarlægt gjálpið í ölduhnyklunum, þeg- ar þeir skullu í fangið á flughálum ísjökunum. Stúlkurnar gengu enn þá einu sinni út og fóru nú að skoða þvottinn í hjallinum sunnan við bæinn. Þær höfðu hljótt um sig; nóttin lagðist á þær með dularfargi sínu; það var einhver ónota geigur í þeim, sem flestir kannast við, en gera sér þó ekki grein fyrir — geigur, sem oftast nær grípur menn, þegar þeir eru úti við og steinþögul rökkurglætan vefur sig um þá á alla vegu, meðan aðrir eru í fasta svefni. Alt í einu hrukku stúlkurnar við og horfðu lafhrædd- ar í kringum sig. Þær höfðu áreiðanlega heyrt hljóð — veikt liljóð að vísu og sennilega í nokkurri fjarlægð, en eitthvað þó, sem ekki gat verið nein misheyrn eða ímyndun. Nú heyrðu þær sama hljóðið aftur og nokkru skýrara en fyrst. Smámsaman magnaðist þetta og virtist færast nær. Það var ekki lengur einstakt hljóð, heldur mörg hljóð ósamróma og öll á ruglingi, sumt eins og hvínandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.