Skírnir - 01.12.1912, Qupperneq 42
330
Trúin 4 moldviðrið.
hafa fundið að ljósið og hugsunin eiga að inna sama starf
í þjónustu lífsins: bæði eiga að vera leiðtogar vorir.
Nú skyldu menn ætla að allir elskuðu og virtu ljósið
meira en myrkrið og að allir dáðust meira að Ijósri hugsun
en óljósri. Menn skyldu ætla að mannkynið hefði jafnan
Jhaft þá menn í mestum heiðri, er færðu því hugsanir svo
ljósar að birtu lagði yfir tilveruna og öllum varð auðveld-
ara að átta sig og velja rétta veginn, en að allir mold-
viðrismenn og þokusálir væru jafnan í litlum metum, —
en þetta hefir margoft verið á annan veg. Það er gömul
saga, að mennirnir oft elska myrkrið meira en ljósið, þó
fáir séu eins hreinskilnir og galdramaðurinn sem gekk
aftur og varð að orði: »Skemtilegt er myrkrið«. Þetta
atriði i fari mannanna er svo einkennilegt, að það þarf
skýringar við, og eg ætla því að leyfa mér að fara um
það nokkrum orðum, hvers vegna menn svo oft meta
myrkrið meira en Ijósið og láta sér tíðara um moldviðris-
menn og þvoglara, heldur en hina sem auðga mannkynið
að nýjum, lýsandi hugsunum.
Eg býst varla við að margur verði til að neita því,
að þetta eigi sér margoft stað. Hugsum til trúarbragð-
anna og sögu þeirra. Dettur nokkrum i hug að kenn-
ingar sumra þeirra hefðu verið mönnunum eins mikið
hjartans mál, ef meining þeirra hefði verið hverju barni
ljós og auðskilin ? Dettur nokkrum í hug að spámenn og
prestar á öllum öldum hefðu haft önnur eins völd yfir
hugum manna, ef það sem þeir sögðu hefði verið eins
ljóst og að tveir og tveir eru fjórir? Frægustu véfrétt-
irnar voru ekki sízt frægar fyrir það, að þær voru tvi-
ræðar og torskildar. Að bera upp gátur sem fáir eða
engir geta ráðið, hefir alt af verið þakklátt verk. En
mér er skyldast að taka dæmin þaðan sem eg þekki þau
bezt: úr sögu heimspekinnar. Þar er nóg af þeim.
Ef vér tökum t. d. einhverja heimspekisögu, er jafn-
framt tilgreinir öll hin helztu rit sem skrifuð hafa verið
um hvern heimspeking um sig, þá verður maður hissa á
því, að þar er langmest ritað um þá menn sem hugsuðu