Skírnir - 01.12.1912, Page 50
338
Trúin á moldviðrið.
En slíkt verk geta þeir einir metið er sjálfir þekkja
efnið áður og vita hvað til þess þarf að gefa því þennan
búning; hinum er það ofvaxið, því þeir geta ekki greint
í sundur hvað þeir áttu fyrir og hvað þeir fengu að gjöf.
Mér hefir stundum dottið í hug, að munurinn á því
sem vel er samið og hinu sem illa er samið væri líkur
þeim mun sem sjá má á landslagi hér á íslandi. Sumra
manna hugsanir og orð eru eins konar hrúgald — nokk-
urs konar Trölladyngjur, sem villa augað og loka útsýn,
en vekja þó grun hjátrúaðra manna um að mannabygðir,
gull og grænir skógar leynist þar í hvilftunum. Þaðan
eru sagðar margar sögur; en sumir sem þangað hafa leitað
hafa komið aftur með för á úlnliðunum, er sýndu að þeir
höfðu raunar verið þar í þrældómi — og í trölla höndum.
En um Vestfirði er það sagt, að komi maður þar upp
a háheiðar, ber ekki á neinum skorum eða gljúfrum; firðir
og dalir hverfa. Alt sýnist slétt, og heildin blasir við.
En undir þessu tilsýndarslétta yfirborði leynast þó djúpir
dalir og fagrir firðir, sem spegla lífið á ströndinni — fagrir
firðir, þar sem finnast slögin frá hjarta hafsins þess
hins djúpa. —
Svo er hvert vel ritað verk.
Guðm. Finnbogason.