Skírnir - 01.12.1912, Qupperneq 62
350 Nokkrar athuganir um íslenzkar bókmentir á 12. og 13. öld.
rituð ekki síðar en um 1225. Og þótt fleiri ættliðir séu
raktir í þessari ættartölu en Gilsbekkingakyn, t. d. Sig-
hvats prests Brandssonar á Húsafelli o. fl., þá er ættlegg-
ur Gilsbekkinga rakinn lang-nákvæmast. Um Ketil segir
þar: »er var« (sum hdr. hafa »er síðar var«) ábóti á
Helgafelli, og sannar það orðalag alls ekki, að þetta sé
ritað að honum látnum, en þetta gæti einnig verið síðari
viðbót afritara. Það gerir hvorki til né frá í þessu efni.
Það er að minsta kosti engin fjarstæða að ætla, að Lax-
dæla í þeirri mynd, sem hún nú er, sé samin og rituð af
Katli ábóta Hermundarsyni á Iielgafelli þau árin, sem
hann var þar ábóti (1217—1220). Það er að minsta kosti
ekki ósennilegra, heldur miklu fremur sennilegra, en sum-
ar aðrar getgátur um höfunda sumra fornrita vorra. En
hér er ekki tök á að fara lengra út í slíkar rannsóknir.
III.
(Síðasti kafli).
Höfundur Þorlákssögu hinnar yngri.
Saga þessi er í raun réttri að eins til í einu handriti
á skinni, er Arni Magnússon fékk hjá Guðríði Gísladóttur
á Hlíðarenda, ekkju Þórðar biskups Þorlákssonar. Er hún
nú í safni Arna 382 4 to. og eftir því handriti er sagan
prentuð í Biskupasögum It B. bls. 263—332, en eyður eru-
allmiklar í því handriti, og eru þær fyltar eftir öðrum
handritabrotum. Þótt Guðbrandur Vigfússon tali um »elztu
sögu, miðsögu og yngstu sögu« af Þorláki biskupi helga
(í formála Bisks. I B.), og kalli A. M. 382 4to. miðsöguna,
þá er það ekki fullkomlega rétt, þvi að í raun réttri er
alls ekki nema um tvær aðalsögur af Þorláki biskupi að
ræða; hina eldri sögu, er getið var um í kaflanum hér á
undan (II. kafla): Stokkhólmsbók 5. fol. og hina endur-
bættu og auknu sögu, yngri söguna: A. M. 382, 4 to. auk
jarteinabókanna, sein eru sérstaks efnis.
Eins og höf. yngri sögunnar tekur fram i formála
hennar (Bisks. I, 264), þá hefir hann samið hana sakir