Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1912, Side 68

Skírnir - 01.12.1912, Side 68
356 Nokkrar athuganir um íslenzkar bókmentir á 12. og 13. öld. eftir í jarteinabókinni, og það því siður, sem jartein þessi var tengd við nafn jafn mikilhæfs manns sem Halls Gissurarsonar. Þessi einkennilega úrfelling virðist mér benda ótvírætt á, að Hallur Gissurarson sé einmitt höfundur Þorlákssögu hinnar yngri. Hins vegar er jartein, sem snertir Magnús Gissurarson bróður hans, tekin svo að segja orðrétt úr eldri sögunni í hina yngri (sbr. Bisks. I, 117—118, 306). Að eins er því bætt við í yngri sögunni, sem vantar í hina eldri, að Magnús haíi siðan verið biskup í Skálholti. Og sýnir það meðal annars, að eldri sagan hefir verið skrifuð, áður en hann varð biskup, eins og sýnt hefir verið fram á, en yngri sagan, eftir að hann varð biskup, eða eftir 1216, þótt þetta geti auðvitað verið viðbót síðari afritara. En Magnús biskup mun ekki vera höfundur sögunnar. Það var engin ástæða fyrir h a n n að sleppa jarteininni um Hall bróður sinn, miklu fremur til að sleppa alls ómerkri og fánýtri jartein, ef jai'tein skyldi kalla, er nafn hans sjálfs var tengt við (að ær hans struku til fjalls, líklega eftir fráfærur(l), en skil- uðu sér aftur við áheitið(!)). Það mun láta nærri, að Þorlákssaga hin yngri sé ekki rituð fyr en um 1225—1230, eins og fyr er getið. Á niður- lagi 25. kap. (Bisks. I, 293) sést, að hún er rituð eftir lát Sæmundar Jónssonar í Odda 1222. Er því sennilegast, að Hallur ábóti hafi ekki lokið sögunni, og ef til vill ekki byrjað á henni, fyr en hann var kominn að Þykkvabæ í Veri, hinum forna aðseturstað Þorláks hins helga. Þess mætti geta til, þótt eg vilji ekkert um það fullyrða, að hann hafi einmitt kynzt hinni eldri Þorlákssögu á Helga- felli, meðal rita Ketils ábóta Hermundarsonar, fyrirrenn- ara síns þar, er eg ætla höfund hinnar eldri sögu. En það er auðvitað ágizkun ein og ekkert frekar. Samkv. líkindum þeim eða ástæðum, sem hér hafa færðar verið fyrir því, hver sé höfundur Þorlákssögu hinnar yngri, hika eg ekki við að fullyrða, að Hallur ábóti Gissurarson sé einmitt höf. hennar, því að það liggur við, aðþað sésvoskýrt

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.