Skírnir - 01.12.1912, Side 80
:3«8
Skynfærin og samlifið.
sér þannig, að augað snyst einkum að hinu fasba, eyrað að hinu
breytilega.
I samlífi manna kemur munurinn á augum og eyrum
enn fremur fram í því, að augað getur ekki tekið nema gefa um
leið, þar sem eyrað er eigingjarnt og tekur án þess að gefa. Sjálf
lögun eyrans virðist vera s/nilegt tákn þessa; það er eins og þvl
8é aukið við höfuðið og þrokir þar óhreyfanlegast allra skynfæranna.
En þessari eigingirni eyrans fylgir það, að það getur ekki eins og
augað vikið undan eða lokast, og verður — úr því það tekur á
annað borð — að sætta sig við að taka við öllu er kemur í ná-
munda við það, og hefir þetta sínar afleiðingar í samlífi manna.
Gefið og tekið í senn getur eyrað að eins í sambandi við raddfærin,
og þó svo, að erfitt er að tala um leið og maður hlustar, eða hlusta
meðan maður talar. En augað getur séð og sýnt í senn. Hins
vegar getur eyrað, þrátt fyrir eigingirnina, að jafnaði ekki átt neitt
út af fyrir sig. Yfirieitt er ekki unt að »eiga« annað en það sem
sýnilegt er, af því að það sem að eins er heyranlegt hverfur með
líðandi stund og er engin »eign«. Þeir sem við eru staddir, verða
að heyra það sem fram fer umhverfis þá, og að einn nemur það
eyrum, tekur það ekki frá öðrum. Þess vegna fær talað orð alveg
sérstakan blæ, þegar það er sagt undir fjögur augu. Með því að
taka annan á eintal, er það sem í eðli sínu er fallið til að verða
eign svo margra sem vera skal, gert að einstaks manns eign. Yenju-
lega geta ekki mjög margir séð sama hlutinn í senn, en mikill
fjöldi getur samtímis heyrt hið sama. Beri menn saman áhorfendur
í myndasal og áheyrendur í sönghöll. Af því að sóngurinn nær
samtímis jafnt til allra viðstaddra, tengir hann geð þeirra miklu
sterkari böndum en málverk á safni. Þá sjaldan mikill mannfjöldi
getur samtímis sóð hið sama, hefir það líka sameinandi áhrif. Að
allir geta samtímis sóð himininn og sólina, á að líkindum mikinn
þátt í sameinandi áhrifum trúarbragðanna, því öll hafa þau staðið í
einhverju sambandi við himininn og sólina. Að augu mannanna, sem að
jafnaði geta ekki samtímis séð sama hlutinn eins, geta þó átt himin,
sól og stjörnur saman, það hefir miðað að því að koma mönnum
út úr þröngsýni einstaklingsvitundarinnar og sameina þá, en hvort-
tveggja þetta er einkenni allra trúarbragða.
Af þessum mun á augum og eyrum, sem nú hefir verið tek-
inn fram, leiðir, að sambandið milli einstaklinganna verður mis-
munandi eftir því hvort það á rót sína í sjón eða heyrn. Yerka-
,menn í verksmiðju, stúdentar í áheyrendasal, hermenn í herdeild