Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1912, Side 81

Skírnir - 01.12.1912, Side 81
Skynfærin og samlífið. 369 finna eins konar einingarband sín á railli. Og þó þessi eining eigi «ór rætur víðar en í skynjaninni, þá fær hún blæ sinn af þvi, að augað er þar aðalskynfærið, að hver sór annan meðan á hinni sam- eiginlegu athöfn stendur, án þess þeir geti talast við. Einingin verður þá líka miklu yfirleitari heldur en þegar menn geta jafn- framt talað saman. Augað greinir betur en eyrað það sem 1 í k t er með mönnum. Eyrað tekur við öllum blæbrigðum í skapi manna, fylgir straumi og öldugangi hugsana þeirra og hvata. Oss er langt um auðveldara að finna alment hugtak um menn sem vór að eins sjáum, heldur en ef vór getum talað við hvern þeirra um sig. Að þessu styður hin algenga ónákvæmni sjónarinnar. Fæstir vita með ■vissu þó ekki só nema það hvernig augun í kunningjum þeirra eru lit, eða geta séð skýrt í huga sór hvernig munnurinn á þeim er í laginu. Þeir hafa í rauninni alls ekki s ó ð það. Vór s j á u m á nianni miklu fremur það sem honurn og öðrum er sameiginlegt, heldur en vór h e y r u m það á honum. Það verður því auðveldast að þessu leyti að koma sundurleitum flokki manua undir eitt hug- tak, þar sem svo hagar til, að menn eru í sjónhelgi, án þess að geta talast við. Hugtakið »verkamaður«, sem felur í sór alla þá er vinna fyrir daglaun, hvað sem þeir annars hafast að, hefir haft mikinn stuðning af þessu. Það gat ekki skapast á fyrri öldum, þar sem iðnfólögin voru miklu þrengri og samlífið nánara. Þar vantaði verksmiðjusalina og stórfundina, til að sýna í einni svipan það sem öllum þessum sundurleita lýð var sameiginlegt. í samanburði við augu og eyru mega hin óæðri skynfærin sín lítils í samlífi manna. Þó lætur ilmanin meira til sín taka en ætla mætti af því, hve óþroskuð hún virðist. Enginn efi er á því, að hver maður gefur loftinu umhverfis sig sórkennilegan þef. En það er einkennilegt um þefskynjanirnar, að þær hafa mikil áhrif á líð- un vora til nautnar eða kvalar, en veita oss að öðru leyti mjög ófullkomna vitneskju um hlutina. Þess vegna er svo erfitt að koma orðuin að þeim. Því óviðráðanlegri verður sá aðdráttur eða óbeit sem þefurinn af öðrum mönnum ósjálfrátt vekur og oft hefir mikl- ar afleiðingar um sambúð óskildra kynflokka, er búa 1 sama land- inu. Þannig virðist ósennilegt að Negrar verði nokkru sinni sam- samrýmdir heldra fólki í Ameríku, vegna einkennilegs þefs síns, og að Gyðingar og Germanir oft hafa óbeit hver á öðrum, hefir verið af sumum rakið til þeirrar rótar. Einhver hinn versti þröskuldur, sem hamlar æðri stóttunum að kynnast persónulega þeim stóttun- um sem ver eru settar, er þefurinn. Þjóðfólagsumbætur eru ekki 24

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.