Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 90

Skírnir - 01.12.1912, Page 90
378 Ritfregnir. Guðm. Finnhogason: Hngur og heimur. Hannesar Árna- sonar erindi. Reykjavík 1912 (Sigf. Eymundsson). Hannes Árnason hefir verið einkennilegur merkismaður. Það fer vel á því, að Guðm. Finnbogason byrjar fyrirlestra sína á smá- þœtti af þessum góðgerðarmanni sínum, þar sem hin merkilega erfðaskrá hans er flóttuð í og gert skarplega grein fyrir, hvað vór getum numið af henni um skapferli þessa kynjamanns. Er það furðulegt, eins og höf. tekur fram, hve skýra mynd erfðaskjal þetta sýnir af honum. Hann átti sór að vísu hvorki víðlent nó voldugt andans ríki, en það hefir verið mjög svo úr öðrum heimi en flestra samtímismanna hans og sambæjarmanna. Hann var að vísu ekki frumlegur hugsandi, en erfðaskrá hans er þess fagurt vitni, að andi hans hefir átt sór afdrep, þar sem heimspekin var. Sælir eru þeir, sem eiga sór andleg afdrep og næði til að skýla sór þar. Og hún ber honum að mínu viti þess vitni, að einhverstaðar í hugtúnum hans hafi sprottið upp stærrí frumleikslyndir en venjulegt er. Eða hafði nokkur íslendingur samið þess konar erfðaskrá á undan honum? Þetta testamenti Hannesar Arnasonar er svo virðulegt skjal, að ákvæðum þess ætti aldrei að breyta. Slíkum erfðaskrám á aldrei að hreyfa við nema órjúfandi nauðsyn beri til. Það er auðsætt, að dregið er úr hvötum manna til að verja eignum sínum í þarfir hugsjóna, er þeim eru hjartfólgnar, ef þeir geta átt á hættu, að þessu sama fó verði síðar varið til alls annars, en þeir ætluðust til, ef til vill í þarfir einhvers, er þeir báru kala til. Mór leikur og efi á, að gjafafó Hannesar Arnasonar verði betur varið á annan veg, en hann hefii sjálfur lagt. Það skín bjart víðsýni yfir andlegar lendur íslenzkrar framtíðar í því. Hann dreymir um, að ísland eignist heimspeking, er tímar líða, sem vinni þvi mikið gagn og sóma. Það er ástæða til að vona, að þessi draumur rætist, fyr en hann sjálfan hefir að líkindum grunað. Nú er svo komið högum vorum, að vór ættum að geta eignast heimspekinga, er standa útlendum starfsbræðr- um þeirra á sporði, þar sem þeir eiga kost á eitis góðri mentun í vísindagrein sinni og synir útlendra menningarþjóða og getur hlotnast staða, þar sem þeir geta, eru meira að segja skyldugir til, að helga henni krafta sína, óskifta og óklofna. Heimspekiprófes- sorinn ætti að geta orðið þjóð sinni þarfur maður. Hann ætti að geta unnið sór frægð og þjóð sinni sæmd með ritstörfum sfnum. Hann á að vera fyrir utan allar klíkur og stjórnmálaflokka og vera á verði alstaðar, þar sem »lítið lautarblóm langar til að gróa« á andans löndum, hlynna að því og hafa gát á, að andlegur arfi og illgresi spilli ekki góðri bókmentauppskeru. Þessir fyrirlestrar Guðm. Finnbogasonar, er hór birtast á prenti, voru fluttir í Reykjavík veturinn 1910—1911, er hann var ný- kominn úr utanferð sinni. Þeir voru mjög fjölsóttir allan veturinn, og var gerður að þeim góður rómur. Áf því má marka, að mönn- um hafi þótt skemtun að hlýða á þá, og efnið hafi ekki verið

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.