Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 93

Skírnir - 01.12.1912, Page 93
Kitfregnir. 381 Bergson. Hann geymir ekki >myndir eða merki liðinna atburða, er svari til þeirra lið fyrir lið«. Að vísu móta áhrifin hann, eius og aðra hluti hkamans. Hann verður 5>að miklu eftir því, hvernig m?ð hann er farið«. En það er ekkert sórkenni á honum. Fiðlan batnar t. d í höndum góðs leikara. En hvar er þá fortíðin geymd, úr því að það er ekki í heilanum? Bergson svavar því svo: »Hún geymir sig sjálf, og hún fylgir oss öll og óskift. Alt það, sem vór höfum fundið, skynjað, hugsað, viljað frá fyrstu stund meðvit- undar vorrar, lætur eftir sig eins konar varanlegar spegilmyndir, er verða til um leið og reynslan sjálf, eins konar svipi, er hverfa inn í rökkrið, en ganga aftur og birtast oss, þegar færi gefst«. Minningar okkar fylgja okkur eftir þessari kenningu líkt og skugg- inn, og þær brjótast inn um einhverjar dyr vitundar vorrar, þegar bún svarar eius atvikum eða hagar sér likt gagnvart þeim, og hún svaraði eða hagaði sór gagnvart liönum atvikum. Og um samband vitundar og taugakerfis, einkum heilans, er oss kent, að hann skapi »hvorki hlutina, sem vér skynjum — því hann er sjálfur að eins partur af þeim heimi, sem vér skynjum — nó heldur skapar hann eða geymir endurmingar vorar«, eins og skýrt hefir verið frá. »Taugá- kerfi vort er eins konar símakerfi. Þá er skeyti berast eftir þráð um þess upp í heila og krefjast svars, þá skynjnm vér umheiminn og líkama sjáifra vor. Búast má við, að mörgum þyki sumt af þessu dularfult og næsta furðulegar kenningar. Og því verður ekki neitað, áð mörgu er hór ósvarað, er oss hefði langað til að vita. Má nokkrar álykt- anir leiða af þessu um hlutverlc vort og aðstöðu í tilverunni ? Þá er eg las þetta og hugleiddi, duttu mór oft í hug orð skáldsius sænska: „Och manniskan vandrar pá jorden om och ingen vet hvorifrán hon kom och ingen vet, hvart leden bár och ingen vet, hvad lifvet ar“. En mikill fróðleikur og nýnæmi er í þessum kafla. Höf. hefir glöggt auga á, hve margar gátur vísindin eiga eftir að ráða. Og hann virðist ekki hafa tröllatrú á, að þeim takist að finna lögmál fyrir öllum fyrirbrigðum lífsins. Eg gæti bezt trúað, að hann hefði gleggra skyn og næmri tilfinnig á nýbreytni og hul- iðsvöldum tilverunuar en lögfestu hennar. Hann kostar mikils kapps um að sýna fram á, í hverju líkaminn og lifandi verur sóu frá- brugðnar vólum. Hann hallast að skoðun þeirra, sem halda fram frjálsræði viljans. Hann dáist mjög að heimspekingnum og sálar- fræðingnum William James, sem var mikill trúarsinni. Þetta er í sam- hengi við það, að höf. er mikill hugkvæmdarmaður. Hugkvæmni er sú gáfa hans, sem mest ber á. Eg vona, að enginn skilji orð mín svo, sem eg með þessu geri lítið úr öðrum gáfum hans. Af þessum rótum rennur það, hve sýnt honum er um lipurt form og fjöruga frásógn. Hann er hagur á íslenzku. Þótt það kunni að þykja sórvizkulegt, kann eg samt illa við, hve oft hann byrjar setn- ingar á nafnhætti. Slíkt kann að sóma sór í embættisbrófum, en

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.