Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 24
24
kunnáltuna, og nokkur efni til að styöja raeb áræðið og
takast {)essháttar hluti í fang. 3?v'í niun enginn geta
hrundíð með rökum, að j)etta yrði bæði bújörðunum og
brauðunum einhver hin bezta og haganlegasta bót; en það
er sjer í lagi tvennt, sem við þetta efni er aðgætandi, hvort
j>essháttar búsýslur mundu ekki draga hugi prestanna of
mjög frá hinni andlegu köllun þeirra, og hvort þessu muni
nokkurntíma verða komið viö á Islandi. Um hið fyrra ber
þess að gæta, að allir prestar á íslandi þurfa að hafa
einhvern búskap og hugsa nokkuð um hann, en ílestum
er hann nú sem stendur annaðhvort til niðurdreps eða ein-
berrar armæðu, og ílestir verða að arga og erja og verja
talsverðum tíma til hans, án þess þeir beri þó þann arð
úr býtum, sem samsvari áhyggju þeirra og erfiðismunum;
nú er það svo í hverjum hlut, að atlt vill lagið bafa, og
að langtum minna þarf að hafa fyrir þeim hlutum, sem
byggðir eru á þekkingu, forsjá og framsýni, enn hinum,
sem barðir eru fram blákaldir í hugsunarleysi og van-
kunnáttu; það er því ótrúlegt og eðli hlutanna öldungis
gagnstætt, að ímynda sjer, að það mundi deyfa andlegt fjör
og framkvæmdarsemi prestanna, þó búsönnum þeirra væri
komið í betra horf, þó þeir lærðu betur að þekkja eðli
jarðarinnar og laga búskap sinn eptir því; það væri langt-
um skynsamlegra að geta sjer hins til, að eptir því sem
þekking þeirra færi vaxandi, og þeir þyrftu að hafa minna
fyrir búskapnum, og sæju góðar afleiöingar hans, þá
mundu þeir bæði fá betri hentugleika til að gegna embætt-
isönnum sínum og stunda þær með betra og glaðara geði
enn áöur; því betur sem menn læra að þekkja eðli hlut-
anna og krapta þá, sem stjórna náttúrunni, því andlegri
verða hugsanirnar, og því meir nálgast þær drottinn og
stjórnara allra hluta, en fjærstar þekkingu hans eru skyn-
lausu skepnurnar, sem bíta grasið í haganum, og þeir
sem ólmast eins og skynlausar skepnur og grúfa sig ofan
í jarðarsvörðinn og lypta aldrei augum sínum til himins,