Fjölnir - 01.01.1844, Side 44
44
hraustan verkmann? Ekki fremur enn hvert annað eitur.
Reynslan hefur margsýnt, að menn geta afkastað miklu
meira á jafnlöngum tíma, ef menn eiga gott í mat og
drykk, enn þó þeir drekki brennivín”.
Herra Astley Cooper, víðfrægur læknir á Bretlandi,
telur orðin “áfengur” og “eitraður” sömu merkingar, Dr.
Daniel Drake í Ohio kallar áfenga drykki banvænt eitur,
og telur upp mörg dæmi þess, að þeir hafi orðið mönnum
að bana. “Afengir drykkir”, segir hann, “kveikja feikna
ólgu í blóðinu, og fara loks með heilsuna; þeir eru eitur,
sem æsir ákaft og brennir. Ef lítið er á þeim liergt,
veldur það ónáttúrlegri ólgu; sje mjög mikið drukkið af
þeim í senn, er það hvers manns bráður bani. “Alkóhól”
hefur sömu áhrif og margur annar jurtasali, er vjer köllunt
eitraðan.”
Dr. Samuel Emlin, er fyrrum var ritari í Iæknafje-
laginu í Bræðraborg, scgir svo: “Hjer á ekki við orðtakið:
abusus non tollit usum, því öll víndrykkja er of-
drykkja, og hefur ætíð skaðsamleg áhrif á heilsuna.”
Dr. Cheyne í Lundúnaborg segir, að “alkóhól” sje að eðli
likt svefnsafa (opium), en sje jafn banvænt og arsenik.
Dr, Frank segir að öll víndrykkja, hvað hófleg sem hún
sje, Ieiöi af sjer fjölda sjúkdóma, elli ungs manns og
aldurtila. Dr. Trotter stendur fast á því, að engin
hætta, sem lífi manna er búin, sje jafn geigvænleg og
ofdrykkja, og að meir enn helmingur allra sviplegra
mannsláta sje af hennar völdum. Sama er álit þeirra
Harrís og Kirk's, “doktóra”, og halda þeir að hófleg
drykkja verði fleirunt að bana enn ofdrykkjan sjálf, af
því hóflega drykkjan er langtum algengari. Dr. Wilson
segir, að í stórum borgum muni ofdrykkja valda fleiri
sjúkdómum,' enn spillt lopt, óholl gufa, og öll önnur van-
heilsuefni saman.
Dr. Ghcyne í Dýflinni, sem mjög er nafntogaöur,
og hefur haft læknisstörf á hcndi í þrjátíu ár, og haft