Fjölnir - 01.01.1844, Qupperneq 121
121
að ríkir menn hafa opt meiri freistni til að kjósa skað-
samlega fulltrúa, cnn hinir fátæku. En þar sem menn
segja, það sje sanngjarnlegt, að fjármunirnir ráði kosningar-
rjettinum, af því lagasetningin hnigur svo mjög að því
efni, þá má geta þess, að ef menn vilja byggja á þessu,
ættu menn og að láta hin önnur efni, sem Iöggjöfm hnígur
að, ráða kosningum, og hafa líka leitast við að gjöra
það. En þó mart hafi verið til þess máls fært, að menn
ættu að reyna til að útvega þeinr efnum fulltrúa, sem lögin
skilja um, og ekki mönnunum sjálfum, viljum vjer ekki
leitast við að hrinda því hjer, því það yrði of langt mál.
Um þessa ástæðu varðar oss ekki heldur, þar sem kosn-
ingarlög vor binda kosningarrjettinn við auðlegðina eina.
}?egar menn fara og nákvæmlega að gá að sögu þjóðanna,
og líta á hvernig þær stjórnarhætur eru undir komnar, sem
veita þeim fulltrúaþing, þá munu menn komast að raun
um, að það hafa sjaldan verið þessar ástæður einar, sem
hafa komið veitendunum til að skilja svo marga menn
undan kosningarrjettinum, heldur miklu fremur aðrar
ástæður, sem ekki eru á jafngóðum rökum byggðar. En
hvernig sem menn meta þá ástæðu, þegar um önnur lönd
er máli að skipta, að líkindi sjeu til að fátækir menn hafi
hvorki vit nje vilja til að kjósa haganlcga, þá verða þó
allir þeir, sem haft hafa nokkurt færi á, að bera Island
saman við önnur lönd, að kannast við, að ástæðan verður
þar tæpari enn annarstaðar, af því menntunin fer þar
miklu síður eptir auðlegðinni enn í nokkru landi öðru,
vegna þess að öllum kennslumáta er allt öðruvísi háttað
á Islandi enn í flestum öðrum löndiim. En ef menn
kinoka sjer við, að beiðast kosningarrjettar fyrir alla þá
menn, sein eru fjár síns ráðandi að lögum, og ekki hafa
brotið af sjer traust annara með glæpum, og vilja menn
fyrir hvern mun binda kosningarrjettinn við einhverja fjár-
eign, þá tiltaki menn um fram allt ekki nokkra einstaka
fjártegund, hvorki sauðaeign eða nauta, eða hesta, jarð-