Gefn - 01.01.1873, Page 3
3
seinni mönnuna aii kenna, sem fjallað haíi um kviðurnar;
eða með öðrum orðum: því er öllu klínt upp á oss íslend-
ínga, því það er náttúrlega álitið óhæfa, að »Danir« eða
»Norðmenn« hafi getað gert slíkt. Jú, það er allt íslend-
íngum að kenna, ef þeir hafa ort allar kviðurnar; þá verða
þeir að standa straum af öllu sem þar finnst, hvort það er
gott eða illt. f>að stendur eins á hér eins og með sögur-
nar: ef enir lærðu menn finna þar eitthvað, sem ekki fellur
alveg í þeirra smekk, eða ef sögumeistarinn hvarflar út
fyrir efnið o. s. fr., þá á þetta strax að vera »óekta«, »hleypt
inn af afskrifurum« og þar fram eptir götunum, án þess
þeir geti komið með neina sönnun fytir því. Yfir höfuð er
ætíð álitið, að allt hið skáldlega og fagra hljóti endilega að
vera æfargamalt, en allt hið lakara nýtt, og það fær þá
þann »heiður« að mega heita »íslendskt«; menn ímynda sér
að í enni allraelstu fornöld hafi verið sú gullöld, að engum
gæti yfir sést, þá hafi allt veríð afbragð; en að svo hafi
ekki verið, sést á sögu þeirri sem Snorri hefir geymt: að
þeir hljóti skáldfífia lilut setn feugu arnarleiriun (þetta hafa
menu líka álitið sem »íslendska smekkleysu« af því sagart
er grófyrt, og það getur vel verið að hún sé alíslendsk, og
margar aðrar goðasögur geta verið til komnar og lagaðar
hjá oss; því skyldi það ekki geta veriðr1 þar sem á Tslandi
var mest andlegt líf og fjör í öllum norðurheimi). Mönnurn
hefir líka þókt það »ófínt« að goðin hræktu í kerið og
sköpuðu þannig Kvási, en það þykir engum »ófínt« að Kristur
hrækti í augu ens blinda manns; leirskáldasagan hjá Snorra
er af enum »finu Kaupinhafnar kavalérum« álitin að vera
»úng«, þaðer: gerð af Islendíngum og þess vegna »smekk-
laus«, af því þeir mega hvergi koma nærri fyrir tómri
»fegurðartilfinníngu« ; en þegar Grikkir láta ena þrjá guði
Seif Hermes og Posídon skapa óríon með þvi þeir rnigu
allir í eitt ker, þá er það ekki nefnt — eða þessir lærðu
menn hafa ekki þekt það, því þeir þekkja ekki nema það
sem þeim er í hag en mótmæla öllu öðru, eins og N. M.
1*