Gefn - 01.01.1873, Page 13
13
voru orði. »Ealdornore« er ekki óbrotið orð daglegrar ræðu,
beldur ber það með sér að það sé tilbúið skálda-orð: en
þar sem Henricus Huntingdonensis segir um Brunanborgar-
kvæðið, sem ort var samtíða orrustunni sem Egill var í og
þórólfur féll, að skáldin (o: hin ensku) hafi »notað útlend
orð og hugmyndir« (extraneis tam verbis quam figuris usi),
þá hlýtur hugurinn að hverfa til Saxa og |>jóðverja, en
hvorki til Norðmanna né Íslendíuga. Eins hafa og enar
ríku og voldugu þjóðir suður á Englandi og Saxlandi hlotið
að vera fvrirmynd enna rímuðu kvæða, svo sem Höfuðlausn-
ar, og vér þekkjum slík fornensk rímkvæði. J>ó lærðum
mönnum erlendis, sem fást við þessa hluti, sé allt þetta
vel kunnugt, þá verðum vér hér að sýna líkínguna á milli
ens fornenska, fornþýska og ens íslendska skáldskapar með
fáeinum dæmum. En fornensku og fornþýsku kvæði eru
nokkuð eldri, en líka miklu óskáldlegri en vor að andanum til.
Brunanborgar-kvæðið (ár 937).
Æðelstan cyning
eorla drihten
beorna beáh-gvfa
and his broðor eác
Eáðmund æðeling
ealdorlangne týr
geslóhgon æt secce
sveorða ecgum
ymbe Brunanburh
borðveall clufan.. .
Aðalsteinn konúngr
jarla drottinn
bragna bauggjafi
ok bróðir hans
Iátmundr öðlíngr
aldrlángan týr
s'iógu at sókn
sverða eggjum
at Brunanborg
borðvöll klufu....
hér er allt málið, hljóðstafir og rímsetníng áþekk og í
vorum skáldskap. Annars eru engilsaxnesk og fornþýsk kvæði
náskyld, sem von er, þar sem Engilsaxar voru beinlínis af
þjóðverjum komnir. Sumt í Eddukviðunum sýnist vera
beinlínis gert eptir fornþýskri fyrirmynd, svo sem upphafið
á Oddrúnargráti: »Heyrða ek segja«; en upphafið á enu
fornþýska Hildibrandarkvæði er: »Ik gihórta þat seggen«;
en afgamla fornþýska bæn, sem kend er við Vessubrunna,