Gefn - 01.01.1873, Síða 23
23
en íslands bygging, eða fremur: að þau sé öll innleidd í
málið af Íslendíugum. f>essi orð koma þar að auki varla
fvrir nema um leikaraskap og skrípalæti, eins og líka orða-
tiltækið í Yöluspá »að slá hörpu« bæði er únglegt, og sýnist
að lýsa meiri menntun og meira fjöri en vér álítum að hafi
verið í enni elstu fornöld. I æfintýrasögum eru nefndar
hörpur, og harparar og fiðlarar voru í Svíþjóð með Hugleiki
konúngi (Ýngl. 25), líklega líka með Haraldi hárfagra, eptir
kvæðunum um hann; en þetta hlýtur að vera tilbúníngur
sögumanna og skálda, eða það hefir skapast í munnmæla-
sögum. þ>ó nafnið »Hugleikr« sé álitið skylt Chochilaichus,
þá er það leikaranafn og gat getið af sér saungsögur; og
hvað kvæði Hornklofa um hirð Haraldar hárfagra snertir,
þá er það líklega ort laungu seinna álslandi. Aldrei finn-
um vér að skáldin hafi leikið á hörpur*) (vér tölum hér um
tímana fyrir kristni, því síðar koma ýms hljóðfæri fyrir); og
hefði harpa verið tíð á Norðurlöndum, þá mundi Braga hafa
verið eignuð hún; en það er svo lángt frá því, að jafnvel
ekki í sölum guðanna heyrðist nokkur eymur af hljóðfæra-
slætti. Um forna saunglist á Norðurlöndum hafa menu
viljað gera sér hugmyndir af nöfnunum á lögum og slögum;
en Gýgjarslagr, Drumbuslagr, Hjarrandahljóð, Guðrúnarhrögð
og Gunnarsslagr eru fullkomlega eins upp fundin nöfn og
Paldafeykir; þau eru til í sögum og skáldskap, en ekki
annarstaðar. Drúídarnir eða goðar Gallanna léku á hörpur,
og vitum vér það af fornum höfundum þegar á dögum Krists,
þeir kalla þetta hljóðfæri »lyra«; en orðið »harpa« kemur
fyrst fyrir hjá Venantius Fortunatus (á ðtu öld e. Kr.):
Romanusque lyra, plaudet t-ibi Barbarus harpa;
harpan á heima einmitt í þeim löndum sem Sæmundur fróði
var í, á Frakklandi; og þeir konúngar og drottníngar þar,
*) „þar stóðu skáld með hörpu í höndum“ segir Sigurður Breið-
ijörð, og sömu hugmynd heiir Bjarni Thorarensen, en hún
kemur ekki heim yið fornöldina.