Gefn - 01.01.1873, Page 59
59
son heíir getað gefið út Egilssögu og Laxdælu svo allir
mega vera áuægðir með, finnst oss ekki undarlegt, þarsem
Jón er fornfræðíngur og lærður maður; en vér liöfum alltaf
haldið, og höldum enn, að sér hverr menntaður og bókvanur
Islendíngur gæti gefið út sögutexta, þegar nógar góðar út-
gáfur eru til að prenta eptir; það er þá ekki svo sem menn
þurfi að lesa og bera saman margar skinnbækur, gera úrval
úr orðamun og þar fram eptir götunum; og þó Viðevjar-
útgáfan af Njálu og Akureyrar-útgáfan af Vatnsdælu þyki
ekki sem bestar, þá er þarmeð ekki reynt til hlítar, og
eitthvað kann að hafa bagað útgefendunum, sem vér nú
ekki getum dæmt um. |>etta getur allfc lagast og kornið
með tímanum; en víst er það, að in íslendsku fornrit eru
eign Islendínga og þess vegna er það réttvís og náttúrleg
hugsun, að einhverntíma yrði gefið út safn allra eða flestra
þeirra rita í sama broti, svo þau mætti verða þjóð vorri
aðgengilegri en híngað til.
Um »Nýjársnóttina« hefirstaðið allrífleg ritgjörð íþjóðólfi,
sem auðsjáanlega er rituð eptir að leikurinn var nýleikinn
og meðan áhrif sjónarinnar voru lifandi. þ>að er líka nokkuð
annað að lesa leikrit, og að sjá það leikið. Sá sem les,
verður að hafa ímyndunaraflið á lopti til að halda uppi
skáldskapnum og láta hann taka sig út í allri sinni fyllíngu;
en þessa þarf ekki við þegar menn sjá og heyra leikritið,
þegar skáldskapurinn er studdur og fylltur með málverkum,
búníngum, framsögu og saung og öllum þeim sýníngum sem
þar til heyra; allt þetta getur hafið allt verkið svo mikið.
að það fær það fjör og þann litblæ, sem fæstir lesendur
eru færir um að setja á það í ímvnduninni, og dauflegur
skáldskapur getur þannig magnast og fegrast fyrir augum
áhorfenda og áhlýðenda. Vér höfum orðið að neyla ímynd-
unaraflsins við lestur þessa leikrits, af því vér höfum ekki
verið svo heppnir að geta séð það leikið. J>að er allvel ort
og því er vel fyrir komið; en aliur blærinn á því er nokkuð
daufur — það er það sem þjóðverjar mundu kalla »nuch-