Gefn - 01.01.1873, Side 67
67
gamla klerkastett, þar sem gömul trú hafði haldist við írá
alda öðli (Egiptar), og jósu einnig af sínum eigin brunni,
með pví þeim var veitt meira ljós en öðrum til þess að
rýna eptir eðli hlutanna, þótt þeir sjaldan kæmist nærri
sönnu. |>essir vitríngar kendu öðrum, og þeir flokkar, sem
námu af þeim og héldu uppi meiníngum þeirra, kallast
»skólar«. Heimsspekíngarnir voru þá á allan annan hátt en
nú eru lærðir menn; þeir ýmist kendu úti undir berum
himni, eða í svölugaungunum í Aþenuborg, eða þeir ferðuðust
til og frá, því þá voru eugir háskólar né skólahús, heldur
var kennslan og allt líf manna öðru vísi en nú. Sumir voru
og mjög kátlegir, eins og Diogenes, er hafði tunnu fyrir
hús og fyrirleit svo mikið allt mannlegt félag, að þegar
hann gat að líta hund lepja vatn, þá fleygði hann burtu
trésleif þeirri, sem hann var vanur að drekka með, og drakk
eptir það úr lúku sinni; og um albjartan dag gekk hann um
torgið í Aþenuborg með skriðljós, og kvaðst vera að leita
að mönnum (hann meinti, að hvergi væri þeir til, sem menn
mætti kalla). pegar Alexander mikli kom til Korintuborgar,
þá kom hann þar að, sem Diogenes lá í tunnunni, og spurði
hann hvað hann gæti gert fyrir hann. »Farðu frá, svo
sólin megi skína á mig«, sagði Diogenes.
1. Hinn ióniski skóli leitaði að frumrökum heims-
ins og vildi fylgja reynslunni; frá honum er runnin sú til-
raun, að heimfæra allt uppá skynsemina. Vitríngar þessa
skóla fóru eptir frumefnunum: þannig kendi Thales (á 7.
öld f. Kr.), að heimurinn hefði upptök sín af vatni1);
Heraklitus (fráEfesus, 500 árum f. Kr) kendi, að hann væri
skapaður úr eldi, Anaximenes (frá Miletus, 550 ár. f. Kr.)
úr lopti. Empedocles (sikileyskur, 550 ár. f. Kr.) kendi,
að heimurinn væri ein sameiníng fjögra höfuðskepna: elds,
lopts, vatns og jarðar; hann neitaði að guðirnir hefðu mann-
') Deum autem eam mentem, quae ex aquá cuncta fingeret. Cic.
de nat. deor. Engin rit eru til eptir þessa menn.
5*