Gefn - 01.01.1873, Side 82
82
er eilífur; og undir hinum gjörsamlega kyrra guði, hinum
æðsta, standa aðrir guðir, eilítir, óhreifanlegir hverr fyrir sig,
og ódeililegir. Hinn æðsti guð er hin einasta fullkomna
frumvera (substantia, entelechia), ódeililegur gjörsamlega.
M aðurinn er samsettur af efni (líkama) og anda. En afþví
andinn ekki getur komið til vitundar vorrar, nema í lík-
amanum, þá getur hann ekki verið fy.rir utan líkamann, þótt
hann sé annars eðlis. — Ástin á hæðsta stigi er vinátta.
Á milli ánægjunnar og framkvæmdar stendur frelsið, og
skilur þau stundum að, með því það afneitar ánægjunni og
kýs hið sára. Löstur er þrennt: illska, óhóf og ómennska.
Dygðin er tvenns konar: hin siðferðislega dygð, sem kemur
fram í mannlífinu, og hin skilníngslega dygð, sem kemur
fram í hugsuninni, og er æðra eðlis. Menn geta kosið um
tvenns konar lif, nefnilega hið framkvæmdarsama, sem er
hægra, og hið skoðandi líf, sem er æðra og erfiðara; á
þessu er fullsælan bygð. Góð heilsa, afl og auður eru
nauðsynleg til fullsæiu, en samt ekki nóg. Hin sanna full-
sæla, sem allt annað fylgir, er framkvæmdarsemi sálarinnar,
sem verður innan vebanda dygðarinnar. Eðli andans eru
tvö: 1. Skilníngur, sem er list, hyggindi, skynsemi, vísindi
og vizka; 2. Tilfinníng, sem er skynjan, iaungun og vit.
Tilveran hefir tíu aðalhætti (kategoriae): 1, efni, 2, stærð,
3, ástand, 4, hlutfall, 5, rúm, 6, tíma, 7, legu, 8, að hafa,
9, að gjöra, 10, að þola. (Seinni lærisveinar hans bættu
fimm öðrum við (postpraedicamenta): 11, mótsögn, 12,
undanfara, 13, eptirfara, 14, samveru, 15, hreifingu).
Seinni heimsspeki. Platon og Aristoteles eru hinir
mestu vitríngar sem uppi hafa verið;, á þeim var ekki ein-
úngis bygð öll skoðandi rannsókn guðlegra hluta á miðöld-
unum, heldur er og öll heimsspeki ýngstu tíma á þeim
hygð. þ>ó að Sophistíkin í rauninni væri rannsókn heims-
eðlisins, þá var hún loksins orðin svo afmynduð og mis-
brúkuð til orðaleiks og rángra ályktana, að Platon og Ari-
stoteles kölluðu hana þá list, að rugla menn; og menn kalla