Gefn - 01.01.1873, Side 106
106
það gleðar m’g, að eg hef orðið fyrstur til að setja
Dante minníngu á íslenzka túngu, því til þess eru margar
ástæður. íslenzka og latína eru líkar túngm' að setníngar-
lögum, hljóðfyllíngu og alvöru, þó með þeim mismun, að
íslenzka er ríkara mál og beygjanlegra. En þótt nú allmikill
mismunur sé á latínu og ítölsku, þá er ítalskan dóttir
latínunnar og nálgast íslenzkuna að beygjanleik, þótt hún
hvorki sé jafn fögur, né jafn fær um að tvíhenda gaman og
alvöru jöfnum höndum. Skáldskaparandi Dantes hefir sama
blæ á sér og íslenzkur skáldskapur, og geta menn ekki
fundið það nema menn þekki hvorttveggja, og því ekki lýst
því. Dante er miðsólin í miðaldarskáldskap suðurlanda, og
mundi vera stórum mun dimmra, ef hann ekki væri, eins
og líka allur ágætur skáldskapur lýsir og vermir allar
þjóðir. Af þessum orsökum hef eg nafn Dantes fyrir yfir-
skript þessarar ritgjörðar, jafn vel þó eg ætlaði að koma
við fleira en hann einan; þessa ritgjörð verða menn og að
álíta sem útskýríngu kvæðis míns um Florens, sem hér er
sett framan við og áður prentað í Svövu.1)
* *
*
Báðumegin við fljótið Arno, sem rennur frá Apennína-
íjöllum og þvert yfir Toscana, liggur Florens, er þýðir
Blómaborg (Firenze, Fiorenza). |>ar var Dante fæddur, og
því heitir borgin síðan hjá mörgum skáldum »Dantes lundur«.
A 11. öld fór fyrst að bera á borg þessari, og hún var
lengi fram eptir einhver hin mesta og merkilegasta borg í
') Sumir hafa kvartað yíir, að Svava væri illa gefin út, því þar
vantaði skýríngar, sem ómissandi væri til að skilja kvæðin.
En skýríngin við kvæðið um Florens er öll æfiDantes,
og eg vona bæði það, að menn ætlist ekki til að svo lángar
skýríngar sé prentaðar í slíkri kvæðabók, og líka það, að þeir
útskúfi ekki kvæðum yfir höfuð fyrir það að tilefni þeirra liggur
dýpra en menn ná með lítilli hugsun eða engri.