Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 8

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 8
8 LANDSSTJÓRN. sem endrarnær, og má helzt til nefna framhald veganna á Holtavörðuheiði, Grímstungnaheiði og Kaldadalsvegi. Sömu- leiðis var og gjörr vegur yfir Kamba, en ]iað er vegurinn upp á Hellisheiði að austan. Auk þess hafa víða verið gjörðar vega- hætur í sveitum, á sýsluvegum og hreppavegum, og hefir sumt af því verið allmikið mannvirki, en lijer cr eigi rúm til þess að telja það upp, enda gjörist þess eigi þörf. Póstgöngur um landið hafa orðið fyrir litlum hreyting- um, og þær breytingar, sem orðið hafa, t. d. á brjefhirðingar- stöðum og aukapóstferðum hafa eigi svo mikla þýðingu, að það taki því að telja það upp hjer. Gufuskipaferðirnar í kring um landið hafa menn verið heldur óánægðir með, og þótti þeim vera hagað þannig, að þær væru fremur Reykvíkingum og kaupmönnum í hag, en landsmönnum sjálfum. Kvað svo rammt að þessari óánægju manna, að þingið skarst í leikinn, og samdi ferðaáætlun, sem það áleit landsmönnum miklu haganlegri en hinar fyrri, og’skoraði á landsstjórnina að hlutast til um, að þeirri áætlun væri fylgt; cf þessu yrði ei framgengt, vildi þingið skora á landsstjórnina, að semja við stórkaupmann E. Slimon í Leith eða einhvern annan, er byði jafngóð kjör sem hann. Slimon hafði nl. áður boðið landsmönnum að senda þeim póst- skip með langtum haganlegri áætlun, en hin danska hafði verið, fyrir 18000 kr. tillag af landsfje. Sömuleiðis lagði al- þingi það til, að stjórnin hlutaðist til um, að seglskip yrði sent upp til íslands, annaðhvort frá Danmörku, Skotlandi eða Hjaltlandseyjum síðast í janúarmánuði, þannig að það gæti aptur farið úr Reykjavík 4. dag febrúarmánaðar. Virtist svo, sem að full nauðsyn væri á, að skip færi milli íslands um þann tíma sem endrarnær. Frá þessu verður betur skýrt í næstu ársfrjettum. Laxveiðar Thomsens í Elliðaánum hjeldu áfram sem áður þannig, að hann þvergirti báðar kvíslar árinnar eða ánna, og þóttist einn oiga hvern lax, sem í árnar gengi. I*að er alkunnugt, hve illa þessi veiðaraðferð Thomsens hefir verið þokkuð, og hefir það opt lýst sjer í því, að bændur liafa veitt kistuni hans aðgöngu á nóttum og rofið þær. I3etta varð og nú sem áður, og voru kisturnar rofnar þrisvar um sumarið; og

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.