Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 10

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 10
10 LANDSSTJÓRN. í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Ak- ureyrarkaupstað ....................... 53 aura alinin. - báðum Múlasýslum..................... 59 — —»— - báðum Skaptafellssýslum ............. 47 — —»— Af fje því, sem alþingi 1877 úthlutaði í fjárlögunum til uppbótar hinum ijelegustu brauðum, að upphæð 4000 krónur, úthlutaði iandshöfðingi í 'maí, meðal 24 af hinum fátækustu brauðum landsins frá 400—50 kr. hverju, og þar á meðal Ás- um í Skaptártungu og Lundarbrekku 200 kr. hverju og í’ór- oddsstöðum 100 kr., ef um þau yrði sótt fyrir 31. ágúst s. á., og þeir, sem sæktu, færu að þjóna þeim samsumars. En þar eð enginn sótti á þessu tímabili, var þeim styrk skipt þannig, að Sauðlauksdalur í Barðastrandarsýslu, Prestsbakki í Strandasýslu, Fell í Skagafirði, Húsavík í Ifingeyjarsýslu og Staður í Grinda- vík fengu sínar 100 kr. livert. Skipun embættismanna var á þessa leið: Hinn 30. dag októbermánaðar skipaði landshöfðingi cand. polit. Indriða Einarsson til þess að hafa á hendi hina umboðslegu endurskoðun á reikningum þeim fyrir tekjum og útgjöldum landsins, er til rannsóknar koma á árunum 1880— 1881 með 2000 kr. launum fyrir hvort árið. Á sýslumannaembættum urðu þessar breytingar: Hinn 22. dag janúarmánaðar veitti konungurinn allra- mildilegast Árna Gíslasyni, sýslumanni í Skaptafellssýslu, lausn í náð með eptirlaunum eptir eptirlaunalögunum. Hinn 16. dag aprílmánaðar skipaði konungur kandidat juris C. E. A. F e n s m a r k sýslumann í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeta í ísafjarðarkaupstað. Hinn 3. dag júlímánaðar setti ráðgjafinn kandidat juris Einar Thorlacius sýslumann í Skaptafollssýslu um 1 ár frá 1. ágúst s. á. 29. dag s. m. veitti konungur G u n n 1 a u g i B 1 ö n- d a 1 sýslumanni í Barðastrandarsýslu lausn í náð frá embætti lians með eptirlaunum eptir eptirlaunalögunum. 28. dag s. m. setti iandshöfðingi stúdent Ásmund Sveins- son sýslumann í sömu sýslu um stundarsakir. Eptir að Símon kaupmaður Jolinsen liatði um tíma

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.