Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 11

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 11
Ii ANPSSTJÓRN. 11 verið settur konunglegur sænsk-norskur konsúll til vara, samþykktist konungur þetta embætti hans 4. dag júlímánaðar. Eptir lát Hannesar prostaskólakennara Árnasonar setti landshöfðingi cand. theol. Steingrím Johnsen tilað gegna embætti Iians fyrst um sinn 11. dag desembermánaðar. Á læknaskipun hafa helzt orðið þessar breytingar: 15. dag aprílmánaðar skipaði konungur kandídat Árna Jónsson til hjeraðslæknis í Skagafjarðarsýslu eða hinu 9. læknishjeraði. 28. dag júlímánaðar setti landshöfðingi kandídat Helga Guðmundsson til hjeraðslæknis í 10. læknishjeraði eða í Siglufirði og Fljótum. Konnari við lærða skólann í Keykjavík var settur kandídat philol. Björn Magnússon Ólsen með því skilyrði, að hann tæki að sjer umsjón með lionum ef krafizt yrði; sömuleiðis losnaði annað embætti við nefndan skóla, þar sem Jón Aðalsteinn Sveinsson, er settur hafði verið skóla- kennari árið áður, afsalaði sjer kennaraembættinu 15. dag septembermánaðar. 20. september tók ráðgjafinn þá aptur veiting hans eptir beiðni hans og veitti aptur embættið sama dag cand. philol. Sigurði Sigurðssyni með 2000 kr. launum og sömu sldlyrðum og Birni Ólsen hafði verið veitt hans em- bætti. t’eir tóku síðan við umsjón með skólapiltum um baust- ið, en Halldór yfirkennari Friðriksson við umsjón með skóla- húsinu og áhöldum þess, innkaupum á því, scm skólinn þarfn- ast m. fi. Var honum fyrir það veitt 300 króna þóknun árlega. Jón Árnason bókavörður hætti við umsjónarembætti sitt,, og var það þannig lagt niður sem sjerstakt embætti. Prófastar voru tveir settir árið 1879: annar þeirra, Lárus prestur Halldórsson á Valþjófsstað, var skipaður prófastur í Norður-Múlaprófastsdæmi, en hinn, Benedikt prest- ur Kristjánsson á Grenjaðarstað prófastur í Suður-Pingeyjar- prófastsdæmi. IJeir voru báðir skipaðir 30. dag októbermán. Brauðaveitingar á árinu voru þessar: 11. dag janúarmánaðar var aðstoðarpresti Jens Pálssyni í Arnarbæli veitt Þingvaltabrauð í Árnessýslu. — 29. sama mán. var kand. forsteini Benediktssyni veittur Lundur í Borgarfjarðar-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.