Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 14

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 14
14 ATVINNUVEGIK. af grasmaðki, því að hann var víða svo mikill, að eptir hann lágu hvítar skellur þar sem hann hafði vaðið yfir, bæði á tún- um og úthaga. Engjar, einkurn blautar mýrar, spruttu víða í góðu meðallagi, og sumstaðar jafnvel betur. Heyskapur gekk víð- ast hvar heldur vel, af því að tíð var svo einkar hagstæð, og heyjaðist víðast í góðu meðallagi, og sumstaðar jafnvel betur. Nýting var hin bezta. Á Austurlancli og í Skaptafellssýslum heyjaðist miður, þar sem tíðarfarið var óhagstæðara sakir ó- þurrkanna, og nýting varð þar víðast í lakara lagi, þar eð heyin hröktust, og komu svo á endanum sumstaðar illa þurr í garð. Samt sem áður má þó líta svo á, að lieyskapur hafi gengið vel þetta sumar og heyaflinn víðast verið í góðu meðallagi. Garðvextir manna spruttu þetta suinar mjög vel, að því er vjer frekast til vitum. Fjenaðarhöld urðu nokkuð misjöfn, þar eð veturinn var nokkuð harður og margir orðnir heytæpir eða heylausir þegar skánaði, einkum á Austurlandi. fað hjálpaði og til, að hey reyndust þar víða ljett og uppgangssöm, af því að þau höfðu hrakizt svo í óþurrkunum sumarið áður. Fjárpestin geysaði og með meira móti þenna vetur, og drap niður íje svo þúsundum skipti. Fjenaður gekk því víða magur undan urn vorið, en lítið eða eigi er getið um að hafi týnt tölunni af hor, þó mun eitthvað hafa fækkað af hrossum og tryppum í Skagafirði; fjenaðurinn hefði gengið þolanlega af, hcfði eigi snjórinn og kuldarnir í maí komið; það kippti öllu lífi og viðrjetting úr skepnum um tíma, og gjörði einkum mikið tjón með því, að þá varð lambadauði svo mikill, að lengi hefir ei verið þvílíkur. Af þessu leiddi, að kvíær mjólkuðu í rýrara lagi um sumarið, og skepn- urn fór seinna fram en vant er að vera. Um haustið skarst fje heldur í rýrara lagi, enda er optast svo vant að vera, þegar fje gengur ei vcl undan á vorum, einkum ef að þurrkasumur eru mikil. Fjárheimtur urðu eigi góðar um haustið, og mun á- fellið í október liafa átt þátt í því. Af frainförum í búnaði er eigi margt að segja. Hinum stórfenglegu jarðabótum í Staðarbyggðarmýrum var lokið undir forustu Sveins búfræðings Sveinssonar, og var það mikið verk, og lítur út fyrir að geta orðið til mikils gagns, enda er

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.