Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 15

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 15
ATVINNUVEGIIt. 15 þar og mildu til kostað. Annars virðist, að áhugi sje að vakna meðal almennings á því, að reyna að bæta búnaðinn, og liefir það einkum sjezt í því, að margir eru teknir að sljetta þúfur í túnum sínum; það er að sönnu lítið í stað, enn úr því að það er byrjað, þá er heldur góðs að vænta; menn í'ara þá að sjá árangurinn af fyrirhöfninni, þegar graslausar brunaþúfur eru orðnar að sljettri flöt vafinni í góðu grasi. Búfræðingar ferðuðust um, til þess að leiðbeina mönnum í jarðyrkju, vatnsveitingum og hverju því, er mátti til framfara lúta. Sveinn búfræðingur Sveinsson var nyrðra í Eyjaíirði og I'ingeyjarsvslum, og sagði fyrir það er liann komst til; síðan fór hann utan um haustið, og var þá gjört ráð fyrir af landsstjórninni, að hann kynnti sjer aðferð Dana á Jótlandi að hepta fiugsandana þar, og reyna síðan með sömu ráðum að vinna bug á flugsöndunum í Skapta- fellssýslum, sem gjöra þar svo mikið tjón. Ymsir búfræðingar hafa og starfað og leiðbeint, t. d. á Austfjörðum, í Húnavatns- sýslu og víðar. Til orða kom og, að Torfi jarðyrkjumaður Bjarnason í Olafsdal færi að koma upp búnaðar- eða jarðyrkju- skóla, og var þegar nokkurt fje lagt til þess að búa hann undir. Til framfara í innanbæjar búsumsýslu má geta þess, að ung- frú Sigurbjörgu Friðriksdóttur frá Miklabæ í Oslandshlíð var veittur 400 kr. styrkur til þess að fara utan til Danmerkur og læra þar meðferð mjólkur, smjörgjörð, ostagjörð og aðra bús- umsýslu, með því móti að hún tækist á hendur að kenna það aptur. A þessu ári fór að bera algjörlega áþví, að menn vildu með fjelagsskap og samkomum reyna að styðja að framförum og dugn- aði, einkum í búnaði, og láta dæmi dugnaðarmannanna, í hverju sem er, koma fram á almennt sjónarsvið, og verða þannig að hvöt fyrir hina, sem á eptir drægjust. A þessu bar nú þegar hjá Norðlendingum, og það eigi að eins á einum stað, lieldur og víðar. Vjor eigum við það, að þetta vor voru haldnar tvær hjeraðssamkomur eða s ý n i n g a r nyrðra, önnur í Eyjaíirði, en hin í Skagafirði. Sýningiu í Eyjaiirði var haldin á Grund í miðri sveit 24. dag aprílmánaðar, á sumardaginn fyrsta. Var veður hið fegursta, enda var þar saman kominn múgur og margmenni; var það nálægt 500 manna. Forstöðumenn

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.