Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 22

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 22
22 ATVINNUVEGTR. mánuði týndust tveir monn :if báti í Steingrímsfirði og fórst bátur með 3 mönnum á Hrútaíirði. 8. clag nóvembermán- aðar var afspyrnurok fyrir Norðurlandi, og fórust þá tveir bátar á Skagaströnd, með 5 mönnum hvor, og sama dag týnd- ust 2 bátar nr Steingrímsfirði og aðrir tveir af Skagafirði. Eigi hcfur frjetzt, hve margmennir þeir hafi verið. Slysfarir í ám og vötnum hefir ei frjetzt greinilega um, og eigi heldur um það, hvort menn liafi orðið úti: en víst er að það urðn einhverjir, eins og vant er að vera. Af annarskonar slysum hefir ei fijetzt. III. M o n n t u n. Þetta ár voru að eins þrír kandídatar vígðir til presta: 1. dag júnimánaðar var Þorsteinn Benidiktsson vígður til Lunds og Fitja í Borgarfirði; 14. dag s. m. var Olafur Olafs- son frá Melstað vígður til Brjánslækjar og Haga á Barðaströnd, og 31. dag ágústmánaðar var Einar Jónsson vígður til Fells og Höfða í Skagafjarðarsýslu. Embættisprófaf prestaskólanum stóð 18.— 23. dag ágústmánaðar, og útskiifuðust þrír: Einar Jónsson, Morten Hansen og Jóhann Porsteinsson, allir með fyrstu ein- kunn. Um haustið voru 6 eptir frá fyrra ári, og 5 bættustvið af stúdentúm frá skólanum og einn síðar, sem hætti við nám á læknaskólanum, og voru þannig 12 á prestaskólanum vetur- inn 1879—80 Á læknaskólanum tók enginn burtfararpróf þetta ár, en einn hætti við að vcra á honum með öðru móti og leitaði til prestaskólans; einn stúdent bættist og þangað, svo að á honum urðu G stúdentar veturinn 1879—1880. Tveir íslendingar tóku embættispróf við háskólann í Kaup- mannahöfn í júnímánuði: Einar Thorlacíus í lögum með 2. ein- kunn, og Sigurður Sigurðsson í málfræði með 1. einkunn. Próf í forspjallsvísindum við prestaskólann tóku presta- skólastúdentarnir Árni Borsteinsson, Eiríkur Gíslason, Halldór forsteinsson og Kjartan Einarsson, allir með fyrstu einkunn

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.