Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 34

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 34
34 MANNALÁT. óðalsbóndi og gullsmiður á Ökrum á Mýrum, andaðist 4 dag janú- armánaðar, og var nær sextugu, fæddur 1 °/i o 1820. Hann var prúð- menni og valmenni, en mjög heilsulinur síðara lilut æfi sinnar. — 6. dag marzmánaðar andaðist í Keybjavík Jóhann Júlíus Jó- liann sson skipstjóri, duglegur maður 25, ára. — 9. sama máuað- ar andaðist Guðmundnr Jóhannesson, járnsmiðurí Reykja- vík, rúmlega fimmtugur; hann var vandaður maður og reglusamur, og hinn duglegasti.—25. dag aprílmánaðar andaðist snögglega í Reykjavík verzlunarmaður Einar Jafetsson, 42 ára gamall. Hann var ötull maður og tápmikill, ör í skapi en hreinn í lund og hjartagóður og vinsæll í sinni stjett. — 10. dag marz- mánaðar andaðist Sigurður dannebrogsmaður Sveinsson á Öngulsstöðum í Eyjafirði, 53 ára gamall. Hann var einn hinna helztu framkvæmdarmanna norðanlands. — 3. dag aprílmán- aðar andaðist snögglega Guðmundur prestur Torfason á Torfastöðum. Hann var fæddur í Hruna 5. júní 1798 og lauk prófi í Bessastaðaskóla 1820; hann varð fyrst aðstoðar- p-estur hjá Sigurði presti Thorarensen á Stórólfshvoli 1824, síðan varð hann prestur á Kaldaðarnesi 1835, Miðdal 1847 og Torfastöðum 1860. Hann sagði af sjer prestsembætti 1875; hann var dugnaðarmaður mikill og gáfumaður og skáldmæltur vel, — 29. dag sama mánaðar andaðist Helgi trjesmiður Helgason í Reykjavík, 70 ára að aldri; hann var valinkunn- ur máður og vel viti borinn. — 27. dag sama mánaðar and- aðistmerkisbóndinn Sigurður Árnason á Höfuum á Skaga- strönd, rúmlega áttræður (fæddur 3. desember 1798). — 7. dag maímánaðar andaðist Björn bóndi Bjarnarson á Breiðaból- stöðum á Álptanesi; hann var um fimmtugt. Hann var víða kunnur bæði mcðal útlendra og innlendra, því að liann hafði ferðazt opt mcð útlendingum hjer um land; hann var mikill bókavinur og ljet eptir sig gott safn íslenzkra bóka. — 4. dag októbermánaðar amlaðist Snorri dýralæknir Jónsson í Pap- ey, 34 ára gamall. Hann var vel að sjer í námsgrein sinni, og var mikill mannskaði að lionum. — 5. dag sama mánaðar andaðist einn af námspiltum hins lærða skóla, Hálfdan Helgason prestaskólakennara ; haun var eigi tvítugur að aldri (fæddurö. júní 1860), en síðasta árið sem hann lifði, þjáð-

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.