Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 36
36
MANNALÁT.
Honum liafði græðzt allmikið fje, því að kann hafði verið alla æfi
manna sparsamastur og samheldnastur á eigum. Voru þær að
honum látnum 30,200 króna. Eptir hann látinn fannst erfðaskrá
(testamenti), og var í henni ákvarðað að stofna af fje þessu styrkt-
arsjóð handa þeim, er stunda vildu heimspeki. Eptir skránni
skal sjóður þessi ávaxtast, þav til vextir af honum nema eigi
minnu enn 2000 krónum árlega, og skal þá verja vöxtunum til
styrktar þeim, er nema vilja heimspeki og heimspekileg vísindi,
svo sem spekúlatíva og explíkatíva lógík, sögu hcimspekinnar, og
umfram alt sálarfræði (psychologi), ef hann er vel lagaður til
þess. Skilyrði fyrir því, að geta fengið styrk þennan eru þessi:
1. að hafa tekið próf í heimspeki með lofseinkunn, annaðhvort
við hákólann í Höfn eða í Reykjavík; 2. að vera þekktur að
því, að vera sjerlega hneigður fyrir heimspeki; 3. að vera reynd-
ur að því, að vera ráðsettur og vandaður maður. Um styrk
þennan skal sækja til iandshöfðingja, og veitir hann styrkinn
með ráði kennslumálastjórnendanna hjer á landi, en þeir leita
álits þeirra þingmanna, er vit hafa á forspjallsvísindum, og
þekkja sækjanda; skal þetta gjört, til þess að styrkurinn verði
ei misnotaður. Sækjandi skal síðan vera eitt ár við Kaup-
mannahafnarháskóla, og heyra fyrirlestra tveggja prófessóra um
tvö missiri, og fá síðan vitnisburð hjá þeim. Síðan skal liann
stunda heimspeki við einhvein af hinum heldri háskólum í
Þýzkalandi um tvö ár, og heyra stöðugt fyrirlestra tveggja
prófessóra í sömu vísindum, og sömuleiðis fá sjer vitnisburð
frá þeim. Fjórða árið skal hann njóta sama styrks á íslandi,
og vera í Keykjavík þann vetur, og halda opinbera fyrirlestra
um einhverja grein heimspekinnar eða eitthvert af liinum frægri
lieimspekisritum, mönnum til leiðbeiningar. Fær hann þannig
styrkinn 4 ár, en svo ei lengur. Styrkurinn skal veitast
þriðja hvert alþingisár, eða á sex ára fresti. Skrá þessi er
dagsett 15. ágúst 1878. Þess skal samt getið, að meðan systir
hins látna er á lífi, nýtur hún 400 króna árlega af vöxtum
þessum.
IJetta ár andaðist og sá maður, sem öhugast og þrótt-
mannlegast hefir barizt fyrir frelsi og rjettindum ættjarðar sinn-
ar, sem það er þakka, sem íslendingar hafa eflzt og aukizt nú