Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 42

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 42
42 LANDSSTJÓRIV. lög þau, er alþingi 1879 hafði samþykkt um skyldu presta að sjá ekkjum sínum borgið með fjárstyrk, nje lög um brúargjörð á Pjórsá og Ölfusá að verða staðfest af konungi. í barnauppfræðingarlögunum er prestum gjört að skyldu að sjá svo um, að öll þau börn, er til þess virðast hæf fyrir greindar sakir, læri að skrifa og reikna svo, að þau læri ijórar höfuðreglur í heilu og brotum. Ef foreldrar eða þeir, sem fyrir barninu eiga að sjá, vanrækja þetta eða vilja eigi, má taka börnin frá þeim og láta kenna þeim á þeirra kostnað. — Eptir prestakallalögunum var brauðum fækk- að við samsteypur og aðrar breytingar úr 170 niður í 141, og skyldi sú samsteypa færast í lag við prestaskipti þau, er næst yrðu. Þau brauð, er of lítil þóttu og tekjurýr, eru bætt upp með því, að taka frá stærri brauðunum, og jafna þau þannig nokkuð. Allt fyrir það eru þau nokkru misjafnari en gjörtvar ráð fyrir í áliti nefndarinnar 1878. Ef ljenskirkja er lögð nið- ur, tilfellur hún með öllu sínu höfuðkirkju þess prestakalls, er hún er lögð við. Ef söfnuðir vilja breyta skipun sókna eða brauða, og hjeraðsfundur samþykkir það, og sömuleiðis efhjer- aðsfundur samþykkir breyting á takmörkum sókna eða vill leggja niður kirkju, færa hana tileða byggjahana að nýju, skal landshöfðingi leyfa það með biskups ráði. — Eptir lögunurri um eptirlaun presta skulu þeir fá eptirlaun, er nema 10 kr. fyrir hvert þjónustuár þeirra. hin ef þeir slasast eða geta ei sakir ósjálfráðrar vanheilsu þjónað, skulu þeir fá 250 kr. í eptirlaun, þó að þeir hafi eigi þjónað svo lengi sem því nemur. Uppgjafaprestar fá laun sín af brauði því, er þeir voru síðast í, ef það er svo stórt, að tekjur þess verði ei minni en 1200 kr. fyrir það, en úr landssjóði ella. Eptir lögunum um safnaða - og hj eraðanefndik skal vera sóknarnefnd í sókn hverri og hjeraðsnefnd í prófasts- dæmi hverju, til þess að ræða kirkjuleg málefni sín. í sóknar- nefndum eru þrír menn kosnir til árs hvers, og presturinn sjálfkjörinn. Skal að minnsta kosti haldinn einn fundur ár hvert í júnimánuði, og kjósa þá að nýju. Starf nefndarinnar er að aðstoða prestinn í að halda góðri reglu og siðsemi í söfnuðum, annast um fræðslu ungmenna o. s. frv. Sóknarnefnin á rjett á

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.