Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 49
LAJNDSSTJÓRN.
49
Embættismenn við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum voru
skipaðir á þessu ári: Jón Andrjcsson Hjaltalín, undirbókavörð-
ur við háskólabókasafnið í Edinaborg, var skipaður skólastjóri
og fyrsti kennari frá 1. september, og stud. mag. Þorvaldur
Thoroddsen annar kennari frá 1. október; þeir voru báðir skip-
aðir 30. dag júnímánaðar Til búfræðiskennara setti landshöfð-
ingi Guttorm búfræðing Vigfússon skólaárið 1. okt. 1880—30.
september 1881, 13. dag ágústmánaðar.
Björn Magnússon Ólsen og Sigurður Sigurðsson voru skip-
aðir kennarar við lærða skólann 29. dag júlímánaðar með þeirri
skyldu, að annast umsjón með piltum, ef krafizt verður.
Brauðaveitingar á árinu urðu þessar:
2. dag febrúarmánaðar Qekk Páll prestur Sigurðsson á
Hjaltabakka Gaulverjabæ og Villingaholt í Árness-prófastsdæmi.
— 12. dag aprílmánaðar var Guðmundur aðstoðarprestur Helga-
son settur upp á eigin ábyrgð að þjóna Odda prestakalli í
Eangárvallaprófastsdæmi um fardagaárið 1880—1881. — 27.
dag s. m. var Jónas aðstoðarprestur Hallgrímsson settur upp
á eigin ábyrgð að þjóna Hólmum í Eeyðaríirði um sama tíma.
— 7. dag maímánaðar var Tómás prestur Þorsteinsson að
Hoíi og Miklabæ í Óslandshlíð skipaður prestur Eeynistaðar-
klaustursþinga. — 22. maí fjekk Brandur prestur Tómásson á
Prestsbakka Ásaprestakall í Vestur-Skaptafellsprófastsdæmi. —
24. maí fjekk Stefán prestur Jónsson á Skútustöðum fórodd-
staði í Suður-íhngeyjarprófastsdæmi. — Sama dag fjekk settur
prófastur, Steingrímur prestur Jónsson á Garpsdal, Otrar-
dalsprestakall í Barðarstrandarprófastsdæmi. — Sama dag fjekk
Eyjólfur prestur Jónsson á Stað á Snæfjallaströnd Selvogsþing
í Árness-prófastsdæmi, en tók aptur sókn sína, og leyfði
landshöfðingi honum að sitja kyrrum 1. dag júlímánaðar. —
5. dag júlímánaðar fjekk Páll prestur Ólafsson á Stað í Hrúta-
firði Prestsbakka- og Óspakseyrarprestakall í Strandaprófasts-
dæmi. — 27. dag sama mán. setti landshöfðingi Jón prest
Bjarnason til að þjóna á eigin ábyrgð Dvergasteins og Mjóa-
fjarðarsöfnuðum í Suður-Múlaprófastsdæmi, þangað til breyt-
ingarnar eptir hinum nyj u prestakallalögum geta komizt í
kring. — 20. dag ágústmánaðar fengu 4 kandidatar af
Frjbitir brá íslakdi 1880. 4