Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 50

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 50
50 LANDSSTJÓKN. prestaskólanum þessi brauð : Sigurður Jensson Flatey og Múla í Barðastrandarprófastsdæmi, Olafur Ólafsson Selvogsþingin, Kjartau Einarsson Húsvíkurprestakall i Suður-t’ingeyjarpró- fastsdæmi, og Einar Vigfússon Hof og Miklabæ í Skagafjarð- arprófastsdæmi. — 23. dag ágústmánaðar fjekk Stefán prestur Sigfússon á Skinnastöðum Skútustaða- og Keykjablíðarsöfnuði í í’ingeyjarsýslu, frá fardögum 1881. — 25. dag októbermán. fjekk Markús prestur Gíslason á Blöndudalshólum Fjallaþingin: Viðirhól og Möðrudal í þingeyjarsýslu, frá fardögum 1881. — 11. dag desembermánaðar fjekk Ólafur prestur Bjarnarson á Ríp Hof og Spákonufell á Skagaströnd frá fardögum 1881. — Konung- ur veitti tvö brauð 19. dag ágústmánaðar; Hólmar í Keyðaríirði voru veittir Daníel prófasti Halldórssyni á Hrafnagili í Eyjaíirði og Oddi á Rangárvöllum var veittur Matthíasi presti Jockum- syni, ritstjóra Jpjóðólfs; þessi brauð voru bæði veitt fráfardög- um 1881, og eptir hinum nýju prestakallalögum. Tveir prestar fengu lausn frá embætti: Andrjes Hjalta- son í Flatey 1. dag júlímánaðar og Jón prestur Eiríksson á Stóra-Núpi í Árnessýslu 28. dag s. m. Heiður smerki dannebrogsmanna fengu á þessu ári: fyrrum hafnsögumaður Jón Bjarnason á Bíldscy í Snæfellsnesssýslu 25. dag maímánaðar, Porleifur hreppstjóri Jónsson á Stóru-Háeyri í Árnesssýslu og Hjalmar hreppstjóri Hermannsson á Brekku í Suður-Múlasýslu, báðir 30. dag ágúst- mánaðar. Sama dag var og Eggert Ó. Briem sýslumaður í Skagafjarðarsýslu sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar. Af styrktarsjóði Kristjáns konungs hins níunda voru 30. dag septembermánaðar Erlendi Pálmasyni á Tungunesi í Húnavatnssýslu og Jóni Bjarnarsyni á Austvaðsholti í Rangárvallasýslu veittar 160 kr. hvorum. Prestvígðir voru 22. dag ágústmánaðar 5 kandidatar ; Árni torsteinsson til aðstoðarprests hjá Jóni presti Austmanu á Saurbæ í Eyjaíirði, og Einar Vigfússon, Kjartan Einarsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Jensson til brauða þeirra, er getið er um hjer að ofan.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.