Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 51

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 51
ÁRFEIU) OG ATVTNNUVEGIR. 51 II. Á r f e r ð o g atvinnuvegir. Tíðarfar á þessu ári var lengst af hið æskilegasta, svo að lengi hefir ei jafngott verið. Veturinn var svo blíður og inndæll, að varla festi snjó á jörð, en á Suðurlandi var hann nokkuð umhleypingasamur og óstöðugur. Á Norðurlandi var stöðugri tíð, og svo gott, að sauðir komu varla undir þak- Má til dæmis taka um veðurblíðuna, að nóvember, desember og janúar var meðalhiti hjer um bil -r- 0,5° R. í Norður-Ifing- eyjarsýslu, Jökuldal og Sljettu, og eru þau hlýindi næsta óvanaleg um þær slóðir. Tún voru örðin algræn og fögur löngu fyrir sumarmál, og vorið var eptir þessu hið blíðasta og feg- ursta. Sumarið var heitt, og þurrt og hið æskilegasta til höf- uðdags. Enn úr höfuðdegi tók að spillast veðurátt og gjörast óstöðugt og umhleypingasamt, og rigningar að koma á með köflum. J>ó mátti haustið heita heldur gott, þar til spilltist algjörlega í október. í miðjum október tók að snjóa á Norður- Jandi, og rigndi stundum niður í og snjóaði svo ofan á aptur, svo að jarðir urðu litlar, og varð þá þegar að fara að taka flest- an pening á gjöf. Óveður og stormar voru allajafna, og gjörðu víða skaða nokkurn, en þó var aðkvæðamest stórviðri það, er gjörði af útsuðri 10. dag desembermánaðar, einkurn á Suður- og Vesturlandi. fað byrjaði kveldið fyrir og hjelzt alla nóttina, og hafði víða gjört tjón mikið, bæði á húsum og öðru. Bryggj- ur og skíðgarðar sópuðust á burt úr Hafnarfirði og Beykjavík, skip og báta tók víða í lopt upp, og sló þeim niður aptur möl- brotnum ; brotnuðu í veðri þessu eigi færri enn 7 sexæringar í Minni-Vogum, 6 ferjur á Akranesi og mörg skip á Álptanesi og víðar. Á Vatnsleysuströnd tók upp þiljubát, sem var í smíð- um, og bar veðrið hann um 300 faðma yfir grjótgarða og skíð- garða, svo að liann kom hvergi við, en mölbraut hann síðan, er niður kom. Heyskaðar urðu nokkrir á Suðurlandi, einkum fyrir austan fjall, og sama var að segja af Vestfjörðum; þar höfðu víða hjallar fokið með munum og matvælum og varð ei eptir af það er sæist. Eigi gjörði veður þetta mikið tjón á skepnum, því að svo vel vildi tii, að veðrið skall á að nóttu til, svo að fjenaður var byrgður. Veður þetta varð allmikið á

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.