Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 64

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 64
64 METÍNTUN. að meðtöldu sumrinu á milli. Skólaárið nær frá 1. október til 30. september ár hvert, og skiptist skóKnn eptir tímanum í vetrarskóla og sumarskóla. Vetrarskólinn nær frá 1. október til 1. maí næsta vor, og skulu þá allar námsgreinir kenndar. Sumarskólinn byrjar í miðjum' maí og nær fram í miðjan sept- ember, og skal þá einkum kenna verklega búfræði og þær bók- legar vísindagreinir, er við hana styðjast. Skal þá búfræðingi heimilt að nota pilta til þúfnasljettunar, vatnsveitinga og ann- ara jarðabóta og heyvinnu, og fá piltar hælilega þóknun fyrir það eptir samningi við búfræðinginn. Námsgreinir við skólann eru þessar: íslenzka, danska, enska, nýja sagan, einkum saga Norðurlanda, ágrip af landfræði, eðlisfræði, einkum aflfræði, efnafræði, steinfræði, einfaldur reikningur, uppdráttarlist og bók- leg og verkleg búfræði. Próf skal haldið í greinum þessum í byrjun maímánaðar ár hvert, og skal prófiá vera bæði munn- legt og skriflegt í íslenzku og reikningi; þeim piltum, sem taka próf síðara árið, skal gefið burtfararvottorð; úr vitnisburðunum fyrir hinar 9 námsgreinir skal gjöra aðalvitnisburð, og skulu 68 stig vera ágætiseinkunn, 55 stig fyrsta einkunn, 29 stig önnur einkunn og 9 stig þriðja eiukunn; sá, sem minna fær, telst eigi að hafa staðizt prófið. Glímur, dans og aðra fim- leika skal kenna 4 stundir á viku hverri. Að því er snertir aðra stjórn skóians, eru ákvarðanir reglugjörðarinnar líkar og er skipað í reglugjörð lærða skólans í Reykjavík. Það er einkennilegt við reglugjörð þessa, sem annars þótti að mörgu leyti góð, að í sögu á eigi að kenna annað en nýju söguna, og það nákvæmast um Norðurlönd, eins og þungamiðja sögunnar sje þar í nýju sögunni, og annað það, að sögu íslands skuli alveg sleppt. Skólinn var settur 1. dag októbermánaðar, og voru þá skólapiltar 33; höfðu nokkrir fleiri sótt um skólann en fengu eigi sakir rúmleysis. Hafði að eins 25 verið ætluð vist í skólanum, en hinir voru hafðir þar sem óreglulegir. Vonir manna með skóla þennan eru hinar beztu, og er vonandi, að þær láti sjer eigi til skammar verða. þ>etta ár var og annar skóli stofnaður af nýju; það var búnaðarskólinn f Ólafsdal. fess var getið í frjettunum frá fyrra ári, að Torfi jarðyrkjumaður Bjarnason í Ólafsdal fjekk

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.