Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 65

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 65
MENNTUN. 65 styrk af landsfje til þess að koma á búnaðarkennslu í vesturum- dæminu, og varð þeirri ætlan framgengt. Skólinn er undir yíirumsjón amtráðsins í vesturumdæminu, og var honum sett reglugjörð á amtráðsfundi 2. dag júlimánaðar. Hið helzta í þeirri reglugjörð er þetta. Kennslutíminn er tvö ár, og telst skólaárið frá 1. júní til 31. maí; skulu piltar sækja um að komast á skólann til amtmanns fyrir miðjan vetur næst á und- an. Piltar verða að vera tvö árin út, eða endurborga ellaþann styrk, er þeir fá af almennu fje. í júnímánuði skal haldið burt- fararpróf, og eru tveir menn úr amtsráðinu prófdómendur. Af verklegum námsgreinum skal kenna að nota plóg, hestareku og önnur sljettunarfæri, vatnsveitiugar, mýrarþurrkun, maturtarækt, fóðururtarækt, rjetta notkun alskyns áburðar, að gjöra grjótgirð- ingar, sprengja grjót, vinna að heyvinnu og stjórna henni, smíðar, lielzt aðgjörð á verkfærum, landmæling (mæla lands- bletti og draga þá upp á pappír svo rjett sje). í bóklegum námsgreinum fá piltar tilsögn á vetrum, og eru þær hinar helztu þessar: reikningur, efnafræði, um blöndun lielztu jarð- tegunda, áburðartegunda, fóður- og fæðutegunda, jarðræktar- fræði, grasafræði, um áburð, gæði og gildi hinna helztu áburð- artegunda, um vatnsveitingar, áhrif þeirra og skilyrðin fyrir því, að þæ; geti orðið að notum, hagfræði í búnaði, og eru það helzt almenn skilyrði fyrir reglubundnum landbúnaði, búnaðarstefna eptir því hvernig ábýli er háttað, búnaðaráhöld, verknaðarfólk, tilhögun húsaðdrátta og mataræðis, og búreikningar; sömuleiðis skal kenna undirstöðuatriðin í uppdráttarlist. Þetta er hið helzta í reglugjörð þessari, og má þessi fyrsti búnaðarskóli lands- ins að miklu gagni verða, ef honum er vel sinnt. Pað þykir vanta í bóklegu menntunina, að piltum skuli eigi sýnd rjett- ritun í móðurmáli sínu, og sýndist það þó bæði liggja nærri, og ekki þurfa að taka svo injög mikinn tíma frá öðru námi, þó að það væri látið fylgja með. Kvennaskólarnir voru liinir sömu og áður, og er fátt tíðindabært af þeim að segja Veturinn 1879—80 voru 25 stúlkur á kvennaskólanum í Reykjavík, og tóku 15 af þeim þátt í allri kennslu, en hinar eigi nema í sumum námsgreinum. Vet- urinn 1880 — 81 voru í skólanum sömuleiðis 25 stúlkur, og tóku 16 Fbjettir fká íslandi 1880. 5

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.