Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 74
74
KONNUÐ FJOLL.
tveir ferðaœanna austur eptir jöklinum til Kistufells, en tveir
meðfram jöklinum að neðan, til að svipast eptir hagblettum;
fundu þeir sólarhringshaga handa 30 hestum þar við tjörn eina,
er þeir nefndu Gæsavatn af gæsafjöðrum, er þeir fundu þar.
Færi var hið bezta á jöklinum, líkt og á ísum á vordag. Stund-
um þurftu þeir að láta stökkva yfir jökulsprungur, og fossaði
ávallt vatn niðri í hyldýpinu, en þær voru allajafna mjóar eða
þá brýr yfir þær. Komust þeir svo klaklaust að Kistufelli, og
fóru.þar ofan af jöklinum. Yar það hin mesta glæfraferð, því
að þar var jökullinn sandi hulinn, og hafði hann misbráðnað
undan sandinum, svo að þar voru hver við annan jökulstrókar,
margar mannhæðir á hæð, og stóðu svo þjett, að torvelt var
að komast með klyfjahesta á milli. Jökulstrókarnir voru allir
gildastir efst en mjóstir um miðjuna. Sunnan undir Kistu-
felli gengu þeir af hestum sínum og gengu upp á fellið; var
þar víðsýni hið bezta yfir norðurQöllin. Þaðan stefndu þeir
austur á leið; þar er ljótt um að litast, sandar og stórgrýttir
melar; einlægar sprænur falla þar undan jöklinum, og hverfa
þær allar í sandana; fóru þeir svo austur yfir Jökulsá á Fjöllum;
skoðuðu þeir þar vandlega upptök Jökulsár, og sást það þá á,
að hin vestri kvísl hennar kemur ei undm Kistufelli austan-
verðu, sem stendur í uppdrætti Björns Gunnlaugssonar, heldur
undan Kverkfjöllum; hefir það villt Björn, að hann hefir farið
norðar, og sjeð glitta í jökuleyrarnar undan jöklinum, og
haldið það vera upptök Jökulsár. Síðan riðu þeir austur hjá
Kverkfjöllum, og sáu upptök Kreppu, sem er austurkvísl Jök-
ulsár á Fjöllum. Fóru þeir niður með lienni og náðu niður í
Hvannalindir um nóttina kl. 3. Höfðu þeir farið úr Vonar-
skarði um morguninn, og var það löng leið og víða torsótt.
Aðu þeir um hríð í efstu grösum í Hvannalindum, en hjeldu
síðan ofan í lindirnar sjálfar; um leið fóru þeir og austur að
Kreppu og skoðuðu hana og sáu haga á tveim stöðum austan
við hana, en svo var hún þá vatnsmikil, að ekki var hugsandi
til að fara austur yfir hana til að skoða þá nákvæmar. Síðan
fóru þeir aptur ofan í Hvannalindir; þar var hvannstóð mikið
og melhnausar í norðurjaðri hraunsins, allt mjög stórvaxið.
Landkostir í lindunum eru hinir beztu, svo að þeir höfðu