Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 77

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 77
ÚTFÖR JÓNS SIGUBÐSSONAR. 77 Benedikt skólakennari Gröndal voru beðnir að yrkja kvæði þau, er þurfa þætti, Birni Ólsen var falið á hendi að sjá um niðurskiþun líkfylgdarinnar, en Helgesen að annast um að prýða kirkjuna, bryggjuna, bryggjuhúsið og bátinn, er líkin væruflutt á; en sjálfur sá landshöfðingi ura gröfina og alla til- högun hennar. Póstgufuskipið kom 30. dag aprílmánaðar, og hafði þá líkin meðferðis; en þá voru þau eigi flutt þegar í land, held- ur var því frestað þangað til greptrunardaginn sjálfan. En greptruninni var frestað þangað til 4. dag maítnánaðar, vegna þess að fólk, sem koraa vildi, gat eigi vitað nægilega fljótt í nærsveitunum, hvenærjarða skyldi, með öðru móti.. Greptrun- ardaginn var hryðjuveður á útsunnan um morguninn, en batn- aði er á daginn leið; kl. 9 var flaggað á öllum húsum og skipum í miðja stöng, og síðan öllum búðum lokað. A 11. stundu fór Helgesen út í póstskipið að sækja líkin og sjá um þau í land, og með honum Eiríkur prófastur Briem — en liann var sá, er afhenti landsliöfðingja kisturnar; kl. 11 lagði báturinn frá Fönix í land, og reru undir honum tveir bátar frá herskipinu Ingólfi, er þá var þar á höfninni, en á eptir reri hinn þriðji bátur með lúðurþeyturum Ingólfs, og bljesu þeir sorgarlög á lúðra sína alla leið til lands. Nú er að segja af því, sem gjörðist í landi. Kl. 10V2 söfn- uðust saman við lærða skólann fulltrúar ýmissa hjeraða, fjelaga og stjetta, stúdentar og skólapiltar, og skipuðust í fiokka; gengu stúdentar fremstir, þá skólapiltar, þá iðnaðannenu bæj- arins, allir í tvísettri röð, og bar hver flokkur merki í broddi fylkingar; gengu þeir síðan alla leið niður til bryggjuhússins, og námu þar stað. Meðan líkunum var róið í land, var í milli skúra og fagurt sólskin, en regnbogi fagur var í framsýn yfir höfninni og stóð fótum sínum niður á eyjarnar; var það bæði fögur sjón og svipmikil, svo sem náttúran sjálf gjörði sitt að prýða útför þessa óskmagar íslands. Þegar báturinn rann að bryggjunni, var þar fyrirbúningur mikill að veita kistunum sem hátíðlegasta viðtöku. Beggja megin á bryggjunni voru reistar stengur hvítar að lit, og voru upp af þeim gjörvar fjaðrir spjótmyndaðar, silfurlitaðar, en á milli þeirra blöktu

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.