Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 82

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 82
82 LÁT HFLDRA FÓLKS. Akranes; 9. dag desembermánaðar týndist skip með 7 mönn- um af Vatnsleysuströnd, og 16. dag sama mánaðar fórst skip með 7 mönnum frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi. Þetta cru bin- ar helztu og merkilegustu slysfarir á árinu. Heilsufar mátti heita heldur gott, og bar eigi á neinum stórsóttum, er gengju um landið eða neina hluta þess. Lungnabólga og taugaveiki stungu sjer niður hingað og þangað, en þó eigi svo að þær yrði að landfarsóttum; um haustið og veturinn gekk allmikill andarteppuhósti á börnum, og varð hann allmörgum þeirra að bana, er voru á fyrsta ári og um það bil, en af öðrum stórveikindum hafa eigi farið sögur svo teljandi sje. Meðal merkismanna, sem dáið liafa á þessu ári, má hik- laust telja fyrstan og fremmstan háyfirdómara, etazráð fórð Jónassen. Hann andaðist 25. dag ágústmánaðar. Hann var fæddur 26. dag febrúarmánaðar 1800 á Nesi í Aðalreykjadal. Hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1820, og sigldi fáum ár- um síðar til Kaupmannahafnarháskóla, og tók þar 1. próf 1824, annað próf 1825, en embættispróf í lögum tók liann 1830; eptir það var hann nokkur ár ytra og tamdi sjer stjórnarmál á skrifstofum þar, þar til hann fjekk Eyjafjarðarsýslu 1835, en næsta ár varð harin fyrri meðdómari við landsyíirrjettinn í Reykjavík. Árin 1849—50 var hann settur amtmaður í Norður- og austurumdæminu; 1856 varð hann háyfirdómari og hjelt því embætfi til 1877, er honum var veitt lausn í náð með fullum eptirlaunum. Hann var í stiptamtmannsstað 1860— 1865, og konungsfulltrúi á öllum þingum á meðan. Hann var konungkjörinn á öllum öðrum þingum, og á þjóðfundinum 1851. Hann var sæmdur riddarakrossi dannibrogsorðunnar 1856, stærra yfirforingjakrossi sömu orðu 1865 og riddarakrossi hinnar frönsku heiðursfylkingar 1863; hann varð og heiðursijelagi bókmennta- Qelagsins 1851. 1863 kvæntist hann Sofíu Dórótheu Lynge, og lifir hún hann. Hann var auðnuríkur maður, og má teljast í röð hinna vitrustu manna á þessari öld. I*etta ár hafa og látizt nokkrir liinir helztu af prestum landsins. Má þar fyrstan telja Hallgrím prófast Jónsson á Hólmum í Reyðarfirði. Hann dó 5. dag janúarmánaðar.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.