Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 6
6 Tungumál lagði Brynjúlfur töluverða stund á bæði fyr og síðar. Hann skildi vel dönsku og að miklu leyti þýzku og ensku, einkum þó ritaða. Hann gat og gert sig skiljanlegan á þessum tungum öllum, en ekki var honum létt um að tala þær. Líklega hefir hann og ekkert ritað á þeim, nema ef það hafa verið sendibréf, því að hann skrifaðist á við ýmsa erlenda fræðimenn. I móðurmáli sínu var hann mjög vel að sér og ritaði gott mál bæði bundið og óbundið. í málfræði liggur ein ritgerð eftir hann, er prentuð er í Tímariti Hins ísl. bókmentafélags (1885) »Um sannan grundvöll stafsetningar«. I íslenzkum sagnafróðleik var hann flestum betur heima, en eink- um lagði hann stund á sagnir um íslenzka menn á 19. öld, er eitt- hvað var sögulegt við. Hefir hann ritað 3 sögur iillstórar um þessi efni, en þær eru: Sagan af Þuríði formanni og Kambsránsm'önnum (1893—1897), Bólu-Hjálmarssaga (er Símon Dalaskáld hefir safnað efni til, 1911), og Saga Natans Ketilssonar og Skáld- Itósu (1912). Eru sögur þessar all-merkar, einkum hin fyrst nefnda. Hinar hafa þótt miður áreiðanlegar í sumum einstökum atriðum og ekki vandað nóg til heimilda. Fundið hefir það og verið að sögum þessum, og með réttu, að þær beri með sér klúryrði og níðkviðlinga, að óþörfu. Að- finzlum þessum, sumum allharðorðum, tók höf. með mestu liógværð og þakkaði fyrir, enda hefir það orðið í grandleysi fyrir honum að taka slíkt með, þareð fjarri hefir það jafnan verið honum að vilja meiða eða særa nokkurn mann. — Marga aðra minni sagnapœtti hefir Brynjúlfur skrifað, og eru flestir þeirra prentaðir i blaðinu Suður- landi. Ef til vill eru fleiri sagnaþættir eftir liann enn óprentaðir. Allar sögur Brynjúlfs, þær er birst hafa, eru mæta vel sagðar, og svipar þeim mjög í sögustilnum til íslendingasagnanna fornu. Þó er höf. laus við alla forneskju-tilgerð. Skyld sagnafróðleiknum er œttfrœðin. Þar var Brynjúlfur einnig vel heima. Hefir hann ritað talsvert af œttartölum, sem óprentaðar eru, auk þeirra, sem koma fyrir í ofangreindum ritum. Snemma fór Brynjúlfur að safna pjóðsögum og allskonar dulrœnum sögum, er hann náði í, enda átti slíkt vel við hann, er hann var mjög gefinn fyrir kynjar. Sumar þesskonar sögur, er hann safnaði, komust að í hinu mikla þjóðsagnasafni Jóns Arnasonar; sumar eru prentaðar í þjóðsagna- og munnmælasafni dr. Jóns Þorkelssonar, og og sumar í tímaritinu Huld. Sumar eru gefnar út í sérstökum ritl- ingi, er hann nefndi Dulrœnar smásögur (1907). Sumar eru ef til vill hér og hvar í blöðum og sumar óprentaðar. Umpjóðhagsfrœði hugsaðiBrynjúlfur talsvertáfyrri árum sínum, og ritaði hann ýmsar allmerkar greinar þar að lútandi í dagblöðin þá.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.