Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 85
85 jaðrariiii' eru um 6 sm. eða hvor þeirra er */7 af breidd alls krossins og því sama hlutfall á milli þeirra og hans cin3 og er á milli hans og sjálfs fánans alls, og eins og er á milli krossins hvíta í rauða reitnum og hans alls, en það hlutfall er vitanlega sett svo sem það er í þjóðfána Dana.1) Myndir þessar voru afhentar þjóðmenjasafn- inu tii geymslu af skrifstofustjóra og skjalaverði Al- þingis, herra Einari Þorkelssyni, báðar saman í nýrri möppu og þar með afrit af reikningi Ben. Gfröndals upp á 20 kr. fyrir að mála myndirnar og bréfi frá for- manni stjórnarskrárnefndarinnar til forseta neðri deild- ar (Gríms Thomsen) um að gefa ávísun upp á nefnda upphæð; forseti hefir ritað á hvorttveggja »ávísast ekki«. 6768. — Atkvœðakassi Alþingis, smíðaður úr furu, spónlagður utan með mahogni. L. 43,3, br. 27,2, h 25 sm. A öðrum enda ofantil er kringlótt op, þverm. 13 sm. og rétt fyrir neðan það er kassinn hólfaður sundur og er skúffa undir, sem draga má út um þennan endann. Hún er tvískift að endilöngu og klædd innan með grænu klæði. Yfir hvoru hólfi hennar er gat innst í botni efra livoifs kassans og er þar millifjöl á rönd á milli gatanna, en eftir yfirborði kassans er strik aðendi- löngu og stendur N (þ e. nei) annars vegar en I (þ. e. já) hins vegar við það. I skúffunni eru nú 24 hvítar kúlur og 21 svartar og mun 3 vanta af þeim. Þær eru rendar úr tré, 1,5 sm. að þverm. A báðum hliðum eru látúnshöldur. Strikið og stafirnir eru úr ljósum spæni, feldir i. Vandað verk, líklega danskt. Notaður fyrrum við leynilega atkvæðagreiðslu. — Afhentur til geymslu af skrifstofustjóra Alþingis. 6769. 14/ia Oblátustappa, til að pressa saman bréfumslag með, sem fest er aftur með bréfoblátu. Stéttin er úr eir og 1,9 sm. að þverm. og eru grafin í hana strik á tvo vegu svo að fram koma smárúður um hana alla. Hún er á ‘) Að fráskililum fálkamyndunum og Dannebrogs reitnum eru fánamyndir þessar merkilega likar þjr’ðfána voruro, sem löggiltur var 19. jnlí 1915 og þó var þeim, er kom fram fyrstur með þá gerð árið 1906 ókunnugt um þessar royndir og þetta laga- frumvarp er hanu fann þá gerð upp. Sbr. ennfr. skýrslu fánauefndarinnar, „Islenzki fáninn11, Kvík 1914, bls. 13—14 og 18—19 í „T’ylgirit I“, saga íslenzka fánamálsins, eftir Jón Jónsson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.