Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 29
29
Gott er að drekka hið góða öl,
gleður það mannsins (hjarta).
Þetta horn virðist yngra en hið fyrnefnda og þó varla yngra en frá
1600. Alt útlit þess virðist benda á að það sé eldra en frá síðustu
þremur öldunum.
Þá er þriðja hornið, sem er þessara horna stærst, nr. 261 í
safninu, og gefið því 16. ágúst 1865 af séra Guðmundi Sigurðssyni,
þáverandi aðstoðarpresti á Stað í Steingrímsfirði hjá föður sínum;
siðar var hann prestur í Gufudal (d. 25. maí 1892). Hafði það fund-
ist þá fyrir rúmum 30 árum á Glámuheiði; hafði það verið lengra
er það fanst og tinstútur á því að sögn.1) Sá tinstútur hefir þó ekki
verið upprunalegur, því að sjá má af myndunum, að hornið hefir í
fyrstu verið lokað í stikilinn og opið í víðari endann. í hann hefir
verið feldur og negldur bækibotn, 7,4—7,7 cm að þverm. Hefir sá
endinn og verið lengri, það sýna myndirnar. Nú er hornið 40 cm.
að utan og 31 cm. að innan; þverm. 3 í mjórri endann, en 7,9—8,2
cm. í gildari endann. Það er alt prýðisvel útskorið, en útskurðurinn
hefir nokkuð flagnað af sem von er að, þar sem það hefir legið,
máske árum saman úti á bersvæði. Þvi er skift í 3 kafla, sem
myndirnar sýna, og eru höfðaletursbelti 2 á milli þeirra. í efsta
kafla er aldingarðurinn Eden og er syndafall vorra fyrstu foreldra
myndað utan á eða framan á horninu; standa þau Adam (hægra
megin2 *)) og Eva (vinstra megin) við skilningstréð góðs og ills, sem
djöfullinn í höggorms liki vefur sig upp um. Þau lialda á ávexti
af trénu í annari hendi, en laufi fyrir blygðun sinni í hinni. Aftur
frá þeim eru önnur tré og milli þeirra eru aftan á eða innan í horn-
inu dýr merkurinnar, 2, héri og hafur, og 1 af fuglum loftsins.8) —
A miðkafianum er að framan friðþœging lausnarans fyrir syndir
mannkynsins, krossfesting Krists. Er sú mynd með venjulegri gerð;
Jesús sýndur dáinn, negldur á krossinn með 3 nöglum og INRI á
spjaldi uppi yfir þvertrénu Krossinn er sem T i lögun (crux com-
missa, Antoniusarkross) og er það gamalt og algengt, enda líktu menn
T og t við krossa í fornöld.4 *) Við hægri hlið Jesú stendur móðir
hans, en við hina Jóhannes og er sú mynd að mestu af. Turnar í
*) Skýrsla um Porngrs. I, bls. 119.
*) Skjaldmerkjafræðislega séð; sbr. myndina.
8) Varla mun vert að gera ráð fyrir að dýr þessi hafi bér líkingarfulla merk-
ingu, sem ætti þó ekki illa við, sjá Otte, Kirchl. Kunstarcháol. I, 485
(Hase) og 491 (Ziegenbock).
4) Um krossmerki sjá einkum L. Dietrichson, Den kirkelige Kunst-
arhæologi, Kria 1902, bls. 153 o. s. frv.