Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 57
57
6620. 26/b
6621. —
6622. •/*
6623. 19/4
6624. —
lengd og nærri 2’/2 þuml. (6,5 sm ) að breidd uppi við
hjöltun, þar sem það var breiðast, en það var tvíeggj-
að og frammjókkandi. Ovíst er um hvar sverð þetta
er nú niðurkomið. Eftir myndinni að dæma heflr það
verið frá síðari hluta miðaldanna. — Myndarblaðið er
35,4X23 sm. að stærð.
Innsigli úr silfri, sporöskjulagað 2,4—2,8 sm. að þverm.
(stéttin); óvandað beykiskaft á. Á innsiglinu er krýnd-
ur þorskur og kranz umhverfis; kóróna yfir. Áletrun:
ISLANDS LANDFOGD SEGL. Hæð alls 7,3 sm.
Stéttin er mjög þunn, aðeins 1,2 mm.
Innsigli úr kopar, steypt og rent; skaftið vantar á.
Þverm. 2,1 sm. Áletrun: ISLANDS | NORD OG ÖSTER
| AMT.
Bæði þessi innsigli hafa verið afiient safninu af stjórn-
arráðinu.
Kvenbetti úr svörtu fluéli með beltispörum, 6 stokkum
og 6 doppum festum á og eru þau öll úr silfri með stöpp-
uðu verki; skjöldurinn er kringlóttur, 5 sm. að þverm.;
parastokkarnir 7,7 sm. að lengd og 2,7 sm. að br.; þeir
og skjöldurinn eru með silfurfóðri. Hinir stokkarnir eru
einfaldir, 1. 6,1 sm., br. 2,5 sm.; doppurnar eru 2,4 sm.
að þverm. Verkið er upphleypt blóm með stöppu; ís-
lenzkt og líklega frá 18. öld. Lengd beltisins alls er nú
73 sm. — Sbr. nr. 3005 og nr. 3703 o. fl.
Látúnsþynna kringlótt, þverm. 7,3 sm., grafin öll annars
vegar og er i h s í hring á miðju en umhverfis er let-
urlína og stendur þar: nv bid eg gvd þv nader mftg],
Stafirnir eru allir gotneskir smástílsstafir (höfðaletur) og
virðist varla yngra en frá 16. öld. — Þetta er upphaf
á útleggingu af 51. sálmi Davíðs og er hún í sálmabók
Guðbrands byskup3 Þorlákssonar, prent. 1589, líklega
eftir síra Ólaf Guðmundsson á Sauðanesi. Þessi þynna
mun vera úr lyklasylgju, en hefir síðast verið notuð
sem reiðaskjöldur, fest við með 3 hausstórum kopar-
nöglum, sem gerðir hafa verið úr hnappi, — einn, og
hinir úr einhverju með gömlum greftri á. — Sbr. sylgj-
urnar nr. 1921 og nr. 4863).
Helgi Hannesson, Sumarliðabæ: Skeifa fjórboruð, 1. 7,8
sm., br. 8,3 sm. Vantar aftan af öðrum hælnum. Frem-
8