Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 7
i
Flestar þeirra eru nú gleymdar, eins og tíðast er um blaðagreinar,
en á sinni tíð vöktu sumar þeirra töluverða athygli, og sumt af
því, er hann hefir farið þar fram á, hefir síðan verið tekið til greina
fyrir framkvæmd annara. Hann hefir talið þær helztu þeirra aftan
við æfisögu sína í Skírni. Fremur fátt af því tagi hefir hann ritað
á síðari árum.
I almennri pólitik fylgdist Brynjúlfur jafnan með, en lítið hefir
hann látið þar til sín taka beinlínis. Um eitt skeið var verið að hugsa
um hann sem þingmannsefni, sökum vitsmuna hans og þjóðrækni.
Ekki var þetta þó að ráðum sjálfs hans, og ekkert varð úr því,
enda óvíst að hann hefði fengist. Hann mundi og naumast hafa
átt vel heima á alþingi; hefði liann sjálfsagt brostið kjark til þess
að standa í því stímabraki, sem þar er oft háð, og hann var líka
stakur friðsemdarmaður að eðlisfari. — Til marks um áhuga hans á
þjóðmálum og héraðsmálum má geta þess, að hann sat jafnan á
sýslunefndarfundum í héraði sínu frá upphafi þeirra til enda, þó að
ekki væri hann sýslunefndarmaður.
Til þess að sem flest sé tiltínt, sem einkendi hann, skal þess
getið, að hann i nokkur ár hafði liomöopatisk meðul undir hendi,
bæði til eigin notkunar og til að miðla öðrum, er æsktu þess. Gekk
honum ekki gróðavon til, heldur hjálpfýsi. Ekki gerði iiann mikið
að þessu, og hætti því víst að mestu; hefir honum sjálfsagt þótt
það hafa lítinn árangur.
Það vil eg ekki undanfella að geta þess hve einkar vel honum
var lagið að segja sögur, hvers kyns sem voru. Var það venja lians
víða þar sem hann gisti, einkum á haustin, að segja sögur, og lilökk-
uðu menn einatt til að heyra þær, því að svo sagði liann vel frá,
að fólki leiddist aldrei þó að hann oft segði sömu söguna ár eftir ár.
Þá má geta þess að hann var lagvirkur maður; hann gerði upp-
drætti bæði af fornleifum og landslagi, og fékst dálítið við trésmíðar
og bókband.
Af því sem sagt hefir verið frá hér að framan, má sjá, að hann
hefir fengist við býsna margt um dagana. Einkennilegt var það,
að hann með sínum fjölbreyttu gáfum virtist vera gjörsneiddur söng-
listar hæfileikum. Eigi að síður reyndi hann að semja sönglög og
syngja, en hvorttveggja mistókst náttúrlega með öllu. Henti hann
og aðrir gaman að. En hann vildi fást við alt.
Frá æfiferli Brynjúlfs er að mestu sagt hér að framan. Heilsa
hans fór batnandi með aldrinum, en aldrei varð hann heilsuhraustur
maður. Lengstaf var hann félítill. Barnakenslan gaf ekki mikið
af sér. Nokkru rifari urðu kjör hans er hann fór að starfa fyrir
Fornleifafélagið. Enn betur greiddist þó um hag hans síðar, er hann