Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 27
27 þvermáli. Lengd hornsins sjálfs, frá hólknum, er nú að utan 14,8 cm., en að innan 11,8 cm.; þvermál er 4,4—4,9 cm. við hólkinn, en 6—6,9 cm. við botninn. Kétt við hólkinn er skorinn umhverfis rósastrengur í íslenzkum stíl og lieíir hann farið af að utanverðu. Þessi bekkur hefir verið nær á miðju horni er það var heilt. Á milli þessa hekkjar og barmsins, er áður var, eru skornar 2 myndir; að utan mynd Maríu meyjar og heldur hún á Jesú á hægra hand- legg sér. Hún stendur á nýmána og geislar stafa út frá henni til beggja hliða (flamboyant aureole); myndin er allsendis venjuleg (»virgo purissima« eða »conceptio immaculata«; nýmáninn er tákn hins óflekkaða meydóms); sbr. Opinberb. 12. 1. Flagnað hefir úr myndinni allmjög að neðanverðu, nokkuð á brjósti og nokkuð af kórónunni. Að innan er mynd af annari konu og stendur hún á skipi. Við hægri hlið henni stendur ungur maður, ung stúlka og smámey, en við vinstri hlið maður með byskupsmítur á höfði og fyrir aftan hann kona raeð brúðarkórónu á höfði. Miðmyndin er stærst þeirra og vantar nú hálft höfuðið af henni. Mynd þessi á vafalaust að sýna, Ursúlu hina helgu og nokkuð af hennar friða föruneyti. Ursúla á, eftir sögunum uni hana að dæma, að hafa verið ung og fögur kóngsdóttir á Bretlandi og var faðir hennar kristinn. Son- ur voldugs konungs nokkurs heiðins gerðist til að biðja hennar og fjekk hún þá frestað brúðkaupinu um 3 ár. Fór hún þá á skipum til Hollands með fjölda, 11 þúsundum, meyja, hélt upp Rín og komst til Basel. Þaðan fór heili hópurinn fótgangandi pílagrímsför til Kómaborgar. A heimleiðinni rjeðist á þær her heiðinna manna húnskra og drap þær allar nálægt Kölnarborg. Segir í sumum sögn- um, að páfinn sjálfur hafi fylgt þeim á heimleið til Þýzkalands og er hann nefndur Cyriakus. Mun hann eiga að vera sýndur hjer við vinstri hlið Ursúlu. Stundum er sýndur í þessari för með henni hinn himneski brúðgumi hennar og er hann nefndur Aetherius; það mun eiga að vera hann, sem er sýndur við hægri hlið hennar á horninu. - Vafasamt þykir í meira lagi hvort helgisaga þessi hafi við nokkurn sannsögulegan viðburð að styðjast. Meðal annars þyk- ir þessi háa tala á meyjunum vera athugaverð og gizka sumir á að hún sé sprottin af mislestri einhvern tíma: XI M hafi verið lesið 11 þúsundir (millia), en merkt 11 píslarvottar (martyres). — Messa þeirra er 21. okt. Yrði hér oflangt og óviðeigandi að rekja alla sögu þessa máls og þýðingu þess fyrir hina katóisku kristni, eða rannsóknir vísindamanna og skýringar á þessum fornu sögnum, en benda má mönnum hér á Encyclopaedia BritaDnica s. v.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.