Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 52
5 2 6583. 9 6584. 6585. 6586. ,c ofnum rósaborða; bryddur bláleitum borða; ferhyrnd- ur, 19,5X20 sm. Fremur stífur, legst ekki í fellingar. Líklega frá 18. öldinni ofanverðri. /2 Hökull úr rauðu damaski með bláu, hvítdropóttu, þryktu, léreftsfóðri og er kross á að aftan, 20 sm. breiðar álm- ur, úr sama efni og er í yfirborðinu á dúknum nr. 6582. Smokkast yfir höfuðið. L. að aftan 1 m. niður frá háls- máli, en að framan 81 sm; br. að aftan efst 71 sm., um miðju 81 sm., en að neðan dregst hökullinn að sér, svo að þar verður hann öllu mjórri en hálfkringlu- myndaður. Lagið er líkt á frampartinum, en hann er allur minni, br. efst 61 sm., en um miðju 67. sm. - AUnriMœði úr rauðu klæði, fóðrað með svörtu, rauð- blómóttu þryktu lérefti (sirzi), ferhyrnt, 1. (hæð) 137 sm., br. 97 (efst) — 121 (neðst) sm. Búið til úr útsaumuðum pörtum af eldra dúk eða klæði og ber allmjög á sam- skeytunum. Útsaumurinn er íslenzkur, »skattering« með ullarbandi, ýmislega litu. Á miðju, 19,5 sm. frá efri brún, er kranz með stórgerðum blöðum og blómum, þverm. 45 sm. — Virðist verkið frá ofanverðri 18. öld. - Skari, steyptur úr kopar, 1. 15,3 sm., með broddi og litlum fótum. Húsið ferskeytt, vantar ofan af því og af endunum. Virðist íslenzkur og frá fyrri hluta 18. aldar; fremur klúrt smíðaður. — Allir þessir kirkjugrip- ir, nr. 6580—85 eru frá Rafnseyrar-kirkju. /2 Patína úr silfri, gylt að ofan, þverm. 9,2 sm , botn kringl- óttur þverm. 5,6 sm , flatur og er grafinn hringur á hann miðjan, þverm. 3,8 sm , en innan í hringnum er mynd af Kristi sitjandi (á regnboganum ?); heldur hann upp hægri hendi til blessunar, en í hinni heldur hann á ríkisepli með krossi upp af. Barmarnir eru einnig flatir og er grafinn 5 mm. breiður leturbekkur á þá miðja umhverfis. Letrið er rómanskt upphafsstafaletur og er áletrunin þannig: +CARNIBVS HINCoo AGHICBEDENTES PASCIooVA- AGNI. Virðist vera hálfur tvíyrðingur og eiga að lesastsvo: Carnibus hinc magni c[um] á[ene] edentes pascimu[r] a agni. Er hér viðhaft endarím eins og altítt var í miðalda- skáldskap, síðasta orð á undan hvíldinni og síðasta orð í ljóðlínunni látin ríma hvort á móti öðru. — Verkið á patínunni er að líkindum íslenzkt, mjög líkt og á kaleiknum frá Asi, nr. 6236, sem er í rómönskum stíl

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.